Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 14. janúar 2022 12:30 Systurnar árið 2002 Getty/ Kevin Winter Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. Eftir að Britney fékk frelsið sitt aftur í lok síðasta árs hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið sem hún lagalega mátti ekki tjá sig um áður, þar sem faðir hennar stjórnaði öllu sem hún gerði. Þegar faðir hennar fór með forræðið mátti hún meðal annars ekki hafa aðgang að sínum eigin fjármunum, keyra bíl, hafa aðgang að sínum eigin miðlum, fara ein út úr húsi og ekki stjórna sinni eigin getnaðarvörn. Þrátt fyrir að faðir henni hafi ekki talið hana hæfa til þess að stjórna þessu sjálf taldi hann hana hæfa til þess að vinna og naut góðs af þeim tekjum sjálfur. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Frá því að Britney fékk frelsið sitt aftur hefur hún tjáð opinberlega að hún myndi helst vilja kæra alla fjölskylduna sína fyrir það sem þau gerðu henni. Hún hefur einnig velt því fyrir sér hvernig fólki sem hefur ekkert reynt að hjálpa henni eða styðja við hana í gegnum tíðina dirfist að sýna henni skyndilega stuðning þegar hún þarf minnst á því að halda. #FreeBritney hreyfingin barðist fyrir Britney og hjálpaði henni að fá sjálfræði aftur.Getty/ Irfan Khan Sjálf var systir hennar Jamie-Lynn barnastjarna og var með þætti á sjónvarpsstöðinni Nickelodeon sem hétu Zoey 101, þar sem hún fór með hlutverk Zoey. Þegar Jamie-Lynn var 16 ára varð hún ólétt af sínu fyrsta barni og hélt sig í kjölfarið úr sviðsljósinu. Með tímanum fór hún svo að sækjast í leiklistina aftur og einnig í söng. Nýlega komst hún aftur í sviðsljósið sem Noreen Fitzgerald í Netflix þáttunum Sweet Magnolias og nú hefur Jamie-Lynn einnig skrifað og gefið út bók sem heitir Hlutir sem ég hefði átt að segja. Systurnar árið 2003.Getty/ KMazur Nýja bókin hennar fjallar um stormasamt samband hennar við systur sína Britney, árin hennar hjá Nickelodeon, óléttuna, forræðisdeiluna og upplifun hennar af fjölskyldunni á þessum tíma. Í gær fór Jamie-Lynn í viðtal hjá Good Morning America þar sem hún segist ekki skilja af hverju Britney sé ekki ánægð með hana sem systur. Hún heldur því fram að hún hafa gert allt sem hún gat gert til þess að hjálpa henni en hafi ekki fengið neitt til baka frá henni. Í viðtalinu er lesið upp úr bókinni þar sem hún lýsir hegðun Britney í fortíðinni sem óeðlilegri og óútreiknanlegri. .@ABC EXCLUSIVE: Everyone has a voice and it should be heard. @jamielynnspears reveals to @JujuChangABC for the first time that she tried to give her pop star sister, @britneyspears, the resources she d need to end her conservatorship. https://t.co/PecneVMfim pic.twitter.com/vITWmR28uc— ABC News Live (@ABCNewsLive) January 13, 2022 Eftir viðtalið kom Britney með langa yfirlýsingu um systur sína. Hún segir það hafa hjálpað sér að vera veik heima með háan hita þegar hún hafi séð viðtalið því það hafi auðveldað henni að reyna að standa á sama um það sem kom fram. Í yfirlýsingunni sagði Britney meðal annars: „Það var tvennt sem sem systir mín sagði sem pirraði mig, það hvernig hegðunin mín átti að hafa verið hömlulaus. Hún var ekki mikið í kringum mig á þessum tíma fyrir 15 árum… Svo af hverju er hún að ræða það ef það er ekki til þess að selja bækurnar sínar á minn kostnað??? Í alvörunni???“ Britney er greinilega ekki sátt við viðtalið né bókina og talar um það hvernig Jamie-Lynn hafi fengið allt upp í hendurnar sem litla systir sín. Jamie-Lynn hafi verið með atriði þar sem hún söng lögin hennar, sem hún hafi skrifaði sjálf og þurfti að hafa fyrir. Varðandi atriðið segist Jamie-Lynn aðeins hafa verið með framkomuna til heiðurs Britney og skilji ekki af hverju hún hafi verið ósátt við það. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Fjölskyldan mín eyðilagði draumana mína 100 billjón prósent og reyna að láta mig líta út fyrir að vera geðveik,“ heldur Britney áfram og endar færsluna á því að hún sé farin af Instagram í óákveðinn tíma. Samskiptum sytranna lauk ekki þar heldur svaraði Jamie-Lynn systur sinni stuttu síðar í Instagram færslu. Í yfirlýsingunni segir hún meðal annars: „Ég óska henni bara alls hins besta. Brit, ég er alltaf hérna, á bakvið tjöldin, ég hef alltaf verið hérna. Það er orðið þreytandi þegar samræðurnar okkar, skilaboð og ágreiningur sem við eigum í næði passa ekki við það sem þú segir á samfélagsmiðlum. Ég veit að þú ert að ganga í gegnum mikið og ég myndi aldrei gera lítið úr því en ég get heldur ekki gert lítið úr mér.“ Hún heldur áfram og segir það vera orðið erfitt að útskýra fyrir eldri dóttur sinni afhverju fjölskyldan sé alltaf að fá dauðahótanir, út af óskýrum ásökunum sem frænka þeirra sé að setja fram á samfélagsmiðlum. Að það sé sérstaklega erfitt þar sem Britney gæti sagt sannleikann og endað áreitið sem fjölskylda Jamie-Lynn er að verða fyrir, ef hún vildi. Jamie-Lynn Spears.Getty/ Michael Loccisano Jamie-Lynn segir að hún þurfi að tjá sig og leiðrétta málin sjálf til að vernda sig og sína. Hún bætir því við að systir sín sé sjálfumglöð að halda að bókin sé um sig þar sem bókin sé ekki um hana. „Ég get ekkert að því gert að hafa líka fæðst sem Spears og að mínar upplifanir innihaldi líka systur mína. Ég er búin að vinna mikið, síðan áður en ég varð unglingur og ég er búin að byggja upp feril þrátt fyrir það að vera bara litla systir einhvers.“ „Það eru engar hliðar, ég vil ekkert drama“ bætir Jamie-Lynn við. Hún segist vera að skrifa um lífið sitt og að vinna úr erfiðum upplifunum til þess að geta sagt skilið fortíðina. Hún vonar að systir sín Britney geti gert það sama. Spears fjölskyldan þegar allt lék í lyndi.Getty/ KMazur Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1. september 2021 09:59 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Eftir að Britney fékk frelsið sitt aftur í lok síðasta árs hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið sem hún lagalega mátti ekki tjá sig um áður, þar sem faðir hennar stjórnaði öllu sem hún gerði. Þegar faðir hennar fór með forræðið mátti hún meðal annars ekki hafa aðgang að sínum eigin fjármunum, keyra bíl, hafa aðgang að sínum eigin miðlum, fara ein út úr húsi og ekki stjórna sinni eigin getnaðarvörn. Þrátt fyrir að faðir henni hafi ekki talið hana hæfa til þess að stjórna þessu sjálf taldi hann hana hæfa til þess að vinna og naut góðs af þeim tekjum sjálfur. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Frá því að Britney fékk frelsið sitt aftur hefur hún tjáð opinberlega að hún myndi helst vilja kæra alla fjölskylduna sína fyrir það sem þau gerðu henni. Hún hefur einnig velt því fyrir sér hvernig fólki sem hefur ekkert reynt að hjálpa henni eða styðja við hana í gegnum tíðina dirfist að sýna henni skyndilega stuðning þegar hún þarf minnst á því að halda. #FreeBritney hreyfingin barðist fyrir Britney og hjálpaði henni að fá sjálfræði aftur.Getty/ Irfan Khan Sjálf var systir hennar Jamie-Lynn barnastjarna og var með þætti á sjónvarpsstöðinni Nickelodeon sem hétu Zoey 101, þar sem hún fór með hlutverk Zoey. Þegar Jamie-Lynn var 16 ára varð hún ólétt af sínu fyrsta barni og hélt sig í kjölfarið úr sviðsljósinu. Með tímanum fór hún svo að sækjast í leiklistina aftur og einnig í söng. Nýlega komst hún aftur í sviðsljósið sem Noreen Fitzgerald í Netflix þáttunum Sweet Magnolias og nú hefur Jamie-Lynn einnig skrifað og gefið út bók sem heitir Hlutir sem ég hefði átt að segja. Systurnar árið 2003.Getty/ KMazur Nýja bókin hennar fjallar um stormasamt samband hennar við systur sína Britney, árin hennar hjá Nickelodeon, óléttuna, forræðisdeiluna og upplifun hennar af fjölskyldunni á þessum tíma. Í gær fór Jamie-Lynn í viðtal hjá Good Morning America þar sem hún segist ekki skilja af hverju Britney sé ekki ánægð með hana sem systur. Hún heldur því fram að hún hafa gert allt sem hún gat gert til þess að hjálpa henni en hafi ekki fengið neitt til baka frá henni. Í viðtalinu er lesið upp úr bókinni þar sem hún lýsir hegðun Britney í fortíðinni sem óeðlilegri og óútreiknanlegri. .@ABC EXCLUSIVE: Everyone has a voice and it should be heard. @jamielynnspears reveals to @JujuChangABC for the first time that she tried to give her pop star sister, @britneyspears, the resources she d need to end her conservatorship. https://t.co/PecneVMfim pic.twitter.com/vITWmR28uc— ABC News Live (@ABCNewsLive) January 13, 2022 Eftir viðtalið kom Britney með langa yfirlýsingu um systur sína. Hún segir það hafa hjálpað sér að vera veik heima með háan hita þegar hún hafi séð viðtalið því það hafi auðveldað henni að reyna að standa á sama um það sem kom fram. Í yfirlýsingunni sagði Britney meðal annars: „Það var tvennt sem sem systir mín sagði sem pirraði mig, það hvernig hegðunin mín átti að hafa verið hömlulaus. Hún var ekki mikið í kringum mig á þessum tíma fyrir 15 árum… Svo af hverju er hún að ræða það ef það er ekki til þess að selja bækurnar sínar á minn kostnað??? Í alvörunni???“ Britney er greinilega ekki sátt við viðtalið né bókina og talar um það hvernig Jamie-Lynn hafi fengið allt upp í hendurnar sem litla systir sín. Jamie-Lynn hafi verið með atriði þar sem hún söng lögin hennar, sem hún hafi skrifaði sjálf og þurfti að hafa fyrir. Varðandi atriðið segist Jamie-Lynn aðeins hafa verið með framkomuna til heiðurs Britney og skilji ekki af hverju hún hafi verið ósátt við það. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Fjölskyldan mín eyðilagði draumana mína 100 billjón prósent og reyna að láta mig líta út fyrir að vera geðveik,“ heldur Britney áfram og endar færsluna á því að hún sé farin af Instagram í óákveðinn tíma. Samskiptum sytranna lauk ekki þar heldur svaraði Jamie-Lynn systur sinni stuttu síðar í Instagram færslu. Í yfirlýsingunni segir hún meðal annars: „Ég óska henni bara alls hins besta. Brit, ég er alltaf hérna, á bakvið tjöldin, ég hef alltaf verið hérna. Það er orðið þreytandi þegar samræðurnar okkar, skilaboð og ágreiningur sem við eigum í næði passa ekki við það sem þú segir á samfélagsmiðlum. Ég veit að þú ert að ganga í gegnum mikið og ég myndi aldrei gera lítið úr því en ég get heldur ekki gert lítið úr mér.“ Hún heldur áfram og segir það vera orðið erfitt að útskýra fyrir eldri dóttur sinni afhverju fjölskyldan sé alltaf að fá dauðahótanir, út af óskýrum ásökunum sem frænka þeirra sé að setja fram á samfélagsmiðlum. Að það sé sérstaklega erfitt þar sem Britney gæti sagt sannleikann og endað áreitið sem fjölskylda Jamie-Lynn er að verða fyrir, ef hún vildi. Jamie-Lynn Spears.Getty/ Michael Loccisano Jamie-Lynn segir að hún þurfi að tjá sig og leiðrétta málin sjálf til að vernda sig og sína. Hún bætir því við að systir sín sé sjálfumglöð að halda að bókin sé um sig þar sem bókin sé ekki um hana. „Ég get ekkert að því gert að hafa líka fæðst sem Spears og að mínar upplifanir innihaldi líka systur mína. Ég er búin að vinna mikið, síðan áður en ég varð unglingur og ég er búin að byggja upp feril þrátt fyrir það að vera bara litla systir einhvers.“ „Það eru engar hliðar, ég vil ekkert drama“ bætir Jamie-Lynn við. Hún segist vera að skrifa um lífið sitt og að vinna úr erfiðum upplifunum til þess að geta sagt skilið fortíðina. Hún vonar að systir sín Britney geti gert það sama. Spears fjölskyldan þegar allt lék í lyndi.Getty/ KMazur
Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1. september 2021 09:59 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13
Lögmaður Spears sakar föður hennar um fjárkúgun Lögmaður Britney Spears segir að faðir hennar ætti að stíga umsvifalaust til hliðar sem forráðamaður söngkonunnar og sakar hann um fjárkúgun. 1. september 2021 09:59