Handbolti

Fertugur Hans Lindberg kallaður inn í danska EM-hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hans Lindberg í leik Danmerkur og Íslands á EM 2020.
Hans Lindberg í leik Danmerkur og Íslands á EM 2020. getty/Jan Christensen

Hans Lindberg hefur verið kallaður inn í danska landsliðshópinn á EM í handbolta vegna meiðsla Jóhans Hansen.

Füchse Berlin, félagslið Lindbergs, greindi frá þessu í dag. Ekki er vitað hvort Lindberg verði með danska liðinu gegn því slóvenska á morgun. Danir unnu níu marka sigur á Svartfellingum, 30-21, í fyrsta leik sínum á EM í gær.

Hinn fertugi Lindberg er þrautreyndur og hefur leikið tæplega þrjú hundruð landsleiki fyrir Danmörku. Hann varð heimsmeistari með danska liðinu 2019 og Evrópumeistari 2008 og 2012.

Lindberg, sem er af íslenskum ættum, er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu með 112 mörk. Hann hefur skorað fjórum mörkum minna en Niclas Ekberg og Bjarki Már Elísson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×