Stjórnvöld taka á móti 35 til 70 manns til viðbótar frá Afganistan Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 12:58 Afganar bíða í röð í Kabúl eftir fjárúthlutun á vegum Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ap/Bram Janssen Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka á móti 35 til 70 manns frá Afganistan til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust. Ákvörðunin var tekin í ljósi þeirrar ólgu og upplausnar sem ríkir í landinu í kjölfar valdatöku talibana. Í ágúst samþykkti ríkisstjórnin að aðstoða og taka á móti tilgreindum hópi Afgana með tengsl við Ísland vegna valdatökunnar. Í kjölfarið komu 78 einstaklingar frá Afganistan í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lífsskilyrði hafa farið versnandi í landinu undanfarna mánuði og telur ríkisstjórnin brýnt að bregðast frekar við stöðunni. Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Í desember vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok. Erfitt að áætla endanlegan fjölda Flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra nýja tillögu ríkisstjórnarinnar. Horft verður sérstaklega til einstæðra kvenna í viðkvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Að sögn stjórnvalda er erfitt að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjölskyldusamsetningu. Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrri hópurinn yrði um 90 til 120 manns en 78 einstaklingar hafa komið til landsins frá Afganistan í haust líkt og fyrr segir. Fimm manna fjölskylda þáði ekki boð um að flytjast til Íslands og fjörutíu einstaklingar hafa fengið að dveljast í öðrum ríkjum. Flóttafólk á Íslandi Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27. desember 2021 14:31 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Í ágúst samþykkti ríkisstjórnin að aðstoða og taka á móti tilgreindum hópi Afgana með tengsl við Ísland vegna valdatökunnar. Í kjölfarið komu 78 einstaklingar frá Afganistan í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Lífsskilyrði hafa farið versnandi í landinu undanfarna mánuði og telur ríkisstjórnin brýnt að bregðast frekar við stöðunni. Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Í desember vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok. Erfitt að áætla endanlegan fjölda Flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra nýja tillögu ríkisstjórnarinnar. Horft verður sérstaklega til einstæðra kvenna í viðkvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Að sögn stjórnvalda er erfitt að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjölskyldusamsetningu. Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrri hópurinn yrði um 90 til 120 manns en 78 einstaklingar hafa komið til landsins frá Afganistan í haust líkt og fyrr segir. Fimm manna fjölskylda þáði ekki boð um að flytjast til Íslands og fjörutíu einstaklingar hafa fengið að dveljast í öðrum ríkjum.
Flóttafólk á Íslandi Afganistan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27. desember 2021 14:31 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Sjá meira
Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27. desember 2021 14:31
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22