Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 13:44 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir þessar ráðstafanir hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan séu. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. „Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent