Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:31 Úkraínskir hermenn á víglínunni í austurhluta Úkraínu. AP/Alexei Alexandrov Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu í dag Rússa um að hafa sent sérstaka sveit hermanna til Úkraínu. Þeirra verk sé að skapa tilefni fyrir Rússa til að gera innrás í Úkraínu. Samhliða því eigir yfirvöld Rússlands í áróðursherferð sem ætlað sé að koma sök á mögulegum átökum á Úkraínumenn. Bandaríkjamenn óttast mögulega innrás og segja hana geta hafist á næstu vikum. Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að umrædd sveit væri skipuð sérfræðingum í bardögum í byggðum og sprengjusérfræðingum. Þeir geti beitt sprengiárásum gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu,sem Rússar styðja, til að réttlæta innrás. „Við óttumst að ríkisstjórn Rússlands sé að undirbúa innrás í Úkraínu sem gæti leitt til mannréttindabrota og stríðsglæpi, nái þeir ekki markmiðum sínum fram við samningaborðið,“ sagði Psaki samkvæmt AP fréttaveitunni. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, lýsti upplýsingum Bandaríkjamanna sem trúverðugum en heimildarmaður AP innan úr leyniþjónustusamfélaginu segir þær meðal annars byggja á hlerunum Bandaríkjamanna á skilaboðum milli Rússa. Upplýsingunum og undirliggjandi gögnum hefur verið deilt með bandamönnum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt New York Times. Hér má sjá ummæli Kirby um ástandið frá því í dag. Gífurleg spenna á svæðinu Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annarra hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Gífurleg spenna er á svæðinu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðgang að bandalaginu og flytji alla hermenn og herbúnað frá þeim ríkjum sem gengu til liðs við NATO eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Fjölmargar stofnanir í Úkraínu urðu á dögunum fyrir umfangsmikilli tölvuárás. Í þeirri árás var skilaboðum komið fyrir á síðum stofnana þar sem Úkraínumenn voru beðnir um að búa sig undir það versta. Spjótin beinast að Rússum vegna árásarinnar. Sjá einnig: Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafði eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í dag að Rússar væru vel færir um að tryggja eigið öryggi. Þeir myndu ekki bíða endalaust eftir loforðum vesturveldanna svokölluðu. Hann sakaði NATO um að reyna að koma fram vilja sínum yfir önnur ríki. Margir leikir á borði Rússa Hernaðarsérfræðingar sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja þann herafla sem Rússar hafa flutt að landamærum Úkraínu bjóða upp á marga möguleika. Innrás gæti mögulega snúist um Donbass-héraði, þar sem áðurnefndir aðskilnaðarsinnar ráða lögum og ríkjum með stuðningi Rússa og þar sem Bandaríkjamenn segja Rússa mögulega ætla að falsa tilefni til innrásar. Möguleg innrás gæti einnig snúist um að stækka yfirráðasvæði Rússa við Asov-haf og tengja Krímskaga, sem Rússar innlimuðu af Úkraínu árið 2014, við Rússland með beinum hætti. Einn sérfræðingur sagði Rússa geta gert innrás frá Krímskaga og upp með Dnieper-á. Þannig gætu Rússar tekið stórt landsvæði af Úkraínu og myndað náttúrlegan varnargarð gegn gagnárás. Slík innrás gæti hafist með stórskotaliði, eldflaugum á loftárásum á hersveitir Úkraínu, samhliða því að rússneskar sérsveitir reyndu að ná tökum á brúm yfir ánna. Bandaríkjamenn hafa gefið út að Rússar gætu notað um 175 þúsund hermenn til innrásarinnar í allt að hundrað herdeildum. Fimmtíu eru þegar til staðar við landamæri Úkraínu og á Krímskaga. Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandaríkjamenn óttast mögulega innrás og segja hana geta hafist á næstu vikum. Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að umrædd sveit væri skipuð sérfræðingum í bardögum í byggðum og sprengjusérfræðingum. Þeir geti beitt sprengiárásum gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu,sem Rússar styðja, til að réttlæta innrás. „Við óttumst að ríkisstjórn Rússlands sé að undirbúa innrás í Úkraínu sem gæti leitt til mannréttindabrota og stríðsglæpi, nái þeir ekki markmiðum sínum fram við samningaborðið,“ sagði Psaki samkvæmt AP fréttaveitunni. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, lýsti upplýsingum Bandaríkjamanna sem trúverðugum en heimildarmaður AP innan úr leyniþjónustusamfélaginu segir þær meðal annars byggja á hlerunum Bandaríkjamanna á skilaboðum milli Rússa. Upplýsingunum og undirliggjandi gögnum hefur verið deilt með bandamönnum Bandaríkjanna, samkvæmt frétt New York Times. Hér má sjá ummæli Kirby um ástandið frá því í dag. Gífurleg spenna á svæðinu Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annarra hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið. Gífurleg spenna er á svæðinu. Ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur krafist þess að Atlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðgang að bandalaginu og flytji alla hermenn og herbúnað frá þeim ríkjum sem gengu til liðs við NATO eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Fjölmargar stofnanir í Úkraínu urðu á dögunum fyrir umfangsmikilli tölvuárás. Í þeirri árás var skilaboðum komið fyrir á síðum stofnana þar sem Úkraínumenn voru beðnir um að búa sig undir það versta. Spjótin beinast að Rússum vegna árásarinnar. Sjá einnig: Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hafði eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í dag að Rússar væru vel færir um að tryggja eigið öryggi. Þeir myndu ekki bíða endalaust eftir loforðum vesturveldanna svokölluðu. Hann sakaði NATO um að reyna að koma fram vilja sínum yfir önnur ríki. Margir leikir á borði Rússa Hernaðarsérfræðingar sem Reuters fréttaveitan ræddi við segja þann herafla sem Rússar hafa flutt að landamærum Úkraínu bjóða upp á marga möguleika. Innrás gæti mögulega snúist um Donbass-héraði, þar sem áðurnefndir aðskilnaðarsinnar ráða lögum og ríkjum með stuðningi Rússa og þar sem Bandaríkjamenn segja Rússa mögulega ætla að falsa tilefni til innrásar. Möguleg innrás gæti einnig snúist um að stækka yfirráðasvæði Rússa við Asov-haf og tengja Krímskaga, sem Rússar innlimuðu af Úkraínu árið 2014, við Rússland með beinum hætti. Einn sérfræðingur sagði Rússa geta gert innrás frá Krímskaga og upp með Dnieper-á. Þannig gætu Rússar tekið stórt landsvæði af Úkraínu og myndað náttúrlegan varnargarð gegn gagnárás. Slík innrás gæti hafist með stórskotaliði, eldflaugum á loftárásum á hersveitir Úkraínu, samhliða því að rússneskar sérsveitir reyndu að ná tökum á brúm yfir ánna. Bandaríkjamenn hafa gefið út að Rússar gætu notað um 175 þúsund hermenn til innrásarinnar í allt að hundrað herdeildum. Fimmtíu eru þegar til staðar við landamæri Úkraínu og á Krímskaga.
Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53 Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00 „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ekki augljós árangur af fundi Pútín og Biden Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands áttu fjarfund í gærkvöldi þar sem þeir ræddu þá spennu sem ríkir vegna málefna Úkraínu. 31. desember 2021 08:53
Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu Forseti Úkraínu vonar að endurnýjað vopnahlé frá því fyrr á þessu ári nái að draga úr spennu í samskiptunum við Rússa sem hafa verið á suðumarki undanfarin misseri. Pútín Rússlandsforseti ítrekaði kröfur sínar um afvopnum NATO ríkja í austri á árlegum marþonfundi með fréttamönnum í dag. 23. desember 2021 20:00
„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. 23. desember 2021 14:55