Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2022 23:01 Það var heldur betur kátt í höllinni í kvöld. vísir/getty Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira