Handbolti

„Við höfum upplifað eitt og annað í þessum bransa“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur eftir leikinn gegn Portúgal.
Guðmundur eftir leikinn gegn Portúgal. vísir/getty

„Það var nú ekki mikill svefn í nótt. Þetta er oft erfitt þegar við spilum svona seint,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á hóteli landsliðsins í gær.

Fram undan er leikur gegn Hollendingum sem komu skemmtilega á óvart með því að leggja Ungverja í fyrsta leik. Úrslit sem sprengja riðilinn í loft upp.

„Við fórum beint í að greina Hollendingana um nóttina eftir leikinn okkar gegn Portúgal. Það verður allt öðruvísi leikur. Holland spilar mun hraðar og getur spilað tvær varnir,“ sagði Guðmundur en það er nóg af myndbandsfundum í bland við æfingar.

„Við verðum að ná góðum leik gegn þessu hraða liði. Miðjumaður þeirra, Luc Steins, er lykilmaður þeirra. Það þarf að hægja á honum. Svo keyra þeir hraða miðju og geta spilað góða vörn.“

Íslenska liðið hefur átt það til að byrja mót af krafti en gefa síðan eftir. Það veit Guðmundur manna best og því vinna að halda leikmönnum við efnið og á jörðinni.

„Ég held það gangi vel. Við höfum upplifað eitt og annað í þessum bransa. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekkert í hendi. Þannig að það er bara að halda áfram.“

Klippa: Guðmundur yfirvegaður

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×