„Líður eins og íþróttamanni aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2022 12:00 Aníta Hinriksdóttir á ferðinni á HM í London sumarið 2017. Síðustu þrjú ár hefur hún ekki getað æft eða keppt eins og hún vildi, vegna meiðsla. EPA/IAN LANGSDON Eftir þriggja ára þrautagöngu vegna meiðsla er hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, einn nýjasti liðsmaður FH, vongóð um bjartari tíma. Þessi fyrrverandi heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metrahlaupi þarf þó að sneiða framhjá ýmsum æfingum vegna meiðslanna. Sumarið 2013 átti Aníta sviðið í íslensku íþróttalífi, með sigurhlaupum á EM og HM ungmenna sem urðu til þess að evrópska frjálsíþróttasambandið kaus hana vonarstjörnu ársins. Aníta vann brons í 800 metra hlaupi á EM innanhúss árið 2017, eftir að hafa slegið Íslandsmet og naumlega misst af sæti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en síðustu ár hafa verið henni afar erfið vegna meiðsla. „Ég er búin að vera meidd eiginlega síðan ég flutti heim frá Hollandi haustið 2018,“ segir Aníta, sem flutti aftur af landi brott til Sviss síðasta haust, eftir að hafa fyrst leitað til Sviss vegna þess hve hægt gekk að fá greiningu á meiðslum hennar hér á landi. Hætti alveg í hálft ár „Ég hef keppt á örfáum mótum fyrir landsliðið og aðeins mátað mig við það hvað meiðslin þola, en þetta hefur verið mikil þrautaganga síðustu þrjú ár. Það kom til að mynda hálft ár þar sem ég hætti alveg öllum æfingum, því það var svo erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega „triggeraði“ þessi meiðsli,“ segir Aníta en hún dró sig í hlé sumarið 2020. „Það er náttúrulega erfitt fyrir íþróttamann að hvíla sig alveg, og það er örugglega það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni, miðað við að hafa alltaf verið „obsessed“ í þessu. Ég var alveg áfram „obsessed“ en það var ekkert víst varðandi framhaldið, því það var ekkert víst hvað væri heilsusamlegt fyrir hnéð fyrst þetta hafði plagað mig svona lengi.“ Æfir hjá svissneskum landsliðsþjálfara og lærir myndlist Aníta, sem er 26 ára, er þessa dagana stödd í Portúgal, í æfingabúðum með alþjóðlegum hópi hlaupafólks sem æfir undir handleiðslu svissneska landsliðsþjálfarans Louis Heyer, sem hún æfir hjá í Zürich. Hún er kennaramenntuð og hóf í haust þriggja ára nám í myndlist í svissnesku borginni. „Það reyndist erfitt að fá greiningu á meiðslunum heima, eða bara myndatöku, og á endanum fór ég til Sviss í myndatöku og byrjaði að vinna með svissneskum þjálfara. Ég er enn að vinna með honum og síðasta hálfa árið hef ég getað fundið takt í æfingunum. Þó að ég sleppi mörgu þá hef ég að minnsta kosti getað æft grunninn og líður eins og íþróttamanni aftur,“ segir Aníta. Aníta var fastagestur á stórmótum og ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó áður en meiðsli í hné stöðvuðu hana.EPA/SRDJAN SUKI Erfitt er að segja til um hvaða hæðum Aníta getur náð vegna meiðslanna, sem tengjast hné og vöðvum aftan í læri, en hún er bjartsýn. Sárnaði hve erfiðlega gekk að fá greiningu á Íslandi „Síðustu þrjá mánuði hef ég ekki gert neinar styrktaræfingar, engar magaæfingar, engar teygjur, engar drillur, enga stílspretti, bara ekkert hraðar en 3 km pace. Núna síðustu tvær vikur, á æfingu með stelpunum, hef ég getað aukið hraðann 1-2 sinnum í viku án þess að fá mikið bakslag. Mestu viðbrögðin koma ef það myndast teygja á „haminn“ (vöðva aftan í læri), þá er eins og það myndist tog í hnéð í nokkra daga. Það var ýmislegt reynt heima en mér sárnaði að það gengi erfiðlega að fá greiningu eða mynd, þegar ég hafði verið atvinnumaður, en ég vil ekki fara í einhvern vælugír. Þetta var bara svo langt ferli… En ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef fengið í Sviss núna og er bjartsýn á framhaldið,“ segir Aníta. Aníta er í hörkugóðum æfingahópi úti, meðal annars með hinni sænsku Lovisu Lindh og Selinu Büchel sem nú er reyndar komin í barneignaleyfi. „Þetta er bara ný byrjun fyrir mig. Fjarlægðin frá öllu lét mig byrja upp á nýtt sem íþróttamaður, eða þannig leit ég á þetta. Það er erfitt að segja hvernig fer en mér finnst útlitið gott og ég treysti því sem ég er að gera. Ég myndi gjarnan vilja geta keppt aftur, þó það sé á nýjum forsendum, og maður veit aldrei nema að það gangi bara vel. Ég er svo ánægð með æfingahópinn sem ég er í núna,“ segir Aníta. Elti vini yfir í FH Aníta hefur alla tíð æft og keppt fyrir ÍR en skipti nú um áramótin yfir til FH. Þar sem hún er búsett í Sviss hefur það ekki miklar breytingar í för með sér en Aníta segist einfaldlega hafa verið að elta vini til FH og viljað eins konar nýtt upphaf nú þegar hún sé að komast aftur í gang. „Ég æfi mest í Sviss svo það hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég kom til Íslands um jólin og til að hafa mig í að fara á æfingar, með nýjum forsendum þar sem ég get ekki gert allt, þá þurfti ég svolítið að rusla mér þangað með vinum mínum. Það vill svo til að þeir eru í FH og ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins skipt um félag og haft þetta sem nýja byrjun, þó að ég eigi augljóslega ÍR-ingum margt að þakka.“ Frjálsar íþróttir FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Sumarið 2013 átti Aníta sviðið í íslensku íþróttalífi, með sigurhlaupum á EM og HM ungmenna sem urðu til þess að evrópska frjálsíþróttasambandið kaus hana vonarstjörnu ársins. Aníta vann brons í 800 metra hlaupi á EM innanhúss árið 2017, eftir að hafa slegið Íslandsmet og naumlega misst af sæti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en síðustu ár hafa verið henni afar erfið vegna meiðsla. „Ég er búin að vera meidd eiginlega síðan ég flutti heim frá Hollandi haustið 2018,“ segir Aníta, sem flutti aftur af landi brott til Sviss síðasta haust, eftir að hafa fyrst leitað til Sviss vegna þess hve hægt gekk að fá greiningu á meiðslum hennar hér á landi. Hætti alveg í hálft ár „Ég hef keppt á örfáum mótum fyrir landsliðið og aðeins mátað mig við það hvað meiðslin þola, en þetta hefur verið mikil þrautaganga síðustu þrjú ár. Það kom til að mynda hálft ár þar sem ég hætti alveg öllum æfingum, því það var svo erfitt að ná utan um það hvað nákvæmlega „triggeraði“ þessi meiðsli,“ segir Aníta en hún dró sig í hlé sumarið 2020. „Það er náttúrulega erfitt fyrir íþróttamann að hvíla sig alveg, og það er örugglega það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni, miðað við að hafa alltaf verið „obsessed“ í þessu. Ég var alveg áfram „obsessed“ en það var ekkert víst varðandi framhaldið, því það var ekkert víst hvað væri heilsusamlegt fyrir hnéð fyrst þetta hafði plagað mig svona lengi.“ Æfir hjá svissneskum landsliðsþjálfara og lærir myndlist Aníta, sem er 26 ára, er þessa dagana stödd í Portúgal, í æfingabúðum með alþjóðlegum hópi hlaupafólks sem æfir undir handleiðslu svissneska landsliðsþjálfarans Louis Heyer, sem hún æfir hjá í Zürich. Hún er kennaramenntuð og hóf í haust þriggja ára nám í myndlist í svissnesku borginni. „Það reyndist erfitt að fá greiningu á meiðslunum heima, eða bara myndatöku, og á endanum fór ég til Sviss í myndatöku og byrjaði að vinna með svissneskum þjálfara. Ég er enn að vinna með honum og síðasta hálfa árið hef ég getað fundið takt í æfingunum. Þó að ég sleppi mörgu þá hef ég að minnsta kosti getað æft grunninn og líður eins og íþróttamanni aftur,“ segir Aníta. Aníta var fastagestur á stórmótum og ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó áður en meiðsli í hné stöðvuðu hana.EPA/SRDJAN SUKI Erfitt er að segja til um hvaða hæðum Aníta getur náð vegna meiðslanna, sem tengjast hné og vöðvum aftan í læri, en hún er bjartsýn. Sárnaði hve erfiðlega gekk að fá greiningu á Íslandi „Síðustu þrjá mánuði hef ég ekki gert neinar styrktaræfingar, engar magaæfingar, engar teygjur, engar drillur, enga stílspretti, bara ekkert hraðar en 3 km pace. Núna síðustu tvær vikur, á æfingu með stelpunum, hef ég getað aukið hraðann 1-2 sinnum í viku án þess að fá mikið bakslag. Mestu viðbrögðin koma ef það myndast teygja á „haminn“ (vöðva aftan í læri), þá er eins og það myndist tog í hnéð í nokkra daga. Það var ýmislegt reynt heima en mér sárnaði að það gengi erfiðlega að fá greiningu eða mynd, þegar ég hafði verið atvinnumaður, en ég vil ekki fara í einhvern vælugír. Þetta var bara svo langt ferli… En ég er mjög þakklát fyrir það sem ég hef fengið í Sviss núna og er bjartsýn á framhaldið,“ segir Aníta. Aníta er í hörkugóðum æfingahópi úti, meðal annars með hinni sænsku Lovisu Lindh og Selinu Büchel sem nú er reyndar komin í barneignaleyfi. „Þetta er bara ný byrjun fyrir mig. Fjarlægðin frá öllu lét mig byrja upp á nýtt sem íþróttamaður, eða þannig leit ég á þetta. Það er erfitt að segja hvernig fer en mér finnst útlitið gott og ég treysti því sem ég er að gera. Ég myndi gjarnan vilja geta keppt aftur, þó það sé á nýjum forsendum, og maður veit aldrei nema að það gangi bara vel. Ég er svo ánægð með æfingahópinn sem ég er í núna,“ segir Aníta. Elti vini yfir í FH Aníta hefur alla tíð æft og keppt fyrir ÍR en skipti nú um áramótin yfir til FH. Þar sem hún er búsett í Sviss hefur það ekki miklar breytingar í för með sér en Aníta segist einfaldlega hafa verið að elta vini til FH og viljað eins konar nýtt upphaf nú þegar hún sé að komast aftur í gang. „Ég æfi mest í Sviss svo það hefur ekki mikil áhrif á mig. Ég kom til Íslands um jólin og til að hafa mig í að fara á æfingar, með nýjum forsendum þar sem ég get ekki gert allt, þá þurfti ég svolítið að rusla mér þangað með vinum mínum. Það vill svo til að þeir eru í FH og ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins skipt um félag og haft þetta sem nýja byrjun, þó að ég eigi augljóslega ÍR-ingum margt að þakka.“
Frjálsar íþróttir FH Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira