Beðið eftir fregnum frá Tonga Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:02 Sprengigosið var gríðarlega öflugt og hafa áhrif þess fundist víða um heim. AP/NICT Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23