Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 12:17 Myndir frá Tonga sýna að skemmdir eru töluverðar. AP/CPL Vanessa Parker Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. Enn sem komið er hafa tvö dauðsföll verið staðfest. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Sjá einnig: Eyjan nær alveg horfin Myndir sem teknar voru úr flugvélum frá Nýja-Sjálandi sýna miklar skemmdir á þorpi á Mango-eyju og sömuleiðis á Atata-eyju þar sem heilu byggingarnar eru horfnar. Þetta segir Curtis Tu´ihalangingie, erindreki frá Tonga sem staðsettur er í Ástralíu, í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann segist óttast að dauðsföllin séu fleiri en vonast eftir að svo sé ekki. Búist er við því að Tonga muni senda út formlega beiðni eftir aðstoð á næstunni en ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur þegar sent tvö skip af stað með vatnsbirgðir, björgunarteymi og þyrlu. Ástralar eru einnig að senda aðstoð. ABC í Ástralíu segir ríkisstjórn Tonga-eyja hafa ráðlagt íbúum að halda sig heima svo þau andi ekki að sér mikilli ösku sem liggur yfir öllum eyjunum. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. ABC hefur eftir starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að margir íbúar Tonga geti ekki haldið til á heimilum sínum sem séu jafnvel ónýt eða hrunin. Hins vegar sé heilbrigðiskerfi eyjaklasans enn í góðu standi. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Enn sem komið er hafa tvö dauðsföll verið staðfest. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Sjá einnig: Eyjan nær alveg horfin Myndir sem teknar voru úr flugvélum frá Nýja-Sjálandi sýna miklar skemmdir á þorpi á Mango-eyju og sömuleiðis á Atata-eyju þar sem heilu byggingarnar eru horfnar. Þetta segir Curtis Tu´ihalangingie, erindreki frá Tonga sem staðsettur er í Ástralíu, í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann segist óttast að dauðsföllin séu fleiri en vonast eftir að svo sé ekki. Búist er við því að Tonga muni senda út formlega beiðni eftir aðstoð á næstunni en ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur þegar sent tvö skip af stað með vatnsbirgðir, björgunarteymi og þyrlu. Ástralar eru einnig að senda aðstoð. ABC í Ástralíu segir ríkisstjórn Tonga-eyja hafa ráðlagt íbúum að halda sig heima svo þau andi ekki að sér mikilli ösku sem liggur yfir öllum eyjunum. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. ABC hefur eftir starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að margir íbúar Tonga geti ekki haldið til á heimilum sínum sem séu jafnvel ónýt eða hrunin. Hins vegar sé heilbrigðiskerfi eyjaklasans enn í góðu standi.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49
Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36