Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 17:06 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. Viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu hafa ekki áorkað öðru en að auka á áhyggjur af mögulegri innrás Rússa inn í Úkraínu vegna aukinna áhrifa vestursins þar í landi og mögulegri framtíðarinngöngu ríkisins í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfar þess stendur til að Blinken fari til Berlínar, þar sem hann mun hitta utanríkisráðherra Þýskalands, Bretlands og Frakklands og ræða stöðuna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sent um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Bandaríkjamenn vöruðu í síðustu viku við því að Rússar hefðu sent hermenn til austurhluta Úkraínu, þar sem aðskilnaðarsinnar sem Rússar styðja fara með stjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust búa yfir upplýsingum um að þessir hermenn gætu reynt að falsa tilefni til inngrips Rússa í Úkraínu og mögulegrar innrásar, taki Pútín ákvörðun um það. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Rússar hafa einnig sent hersveitir inn í Hvíta-Rússland þar sem heræfingar eiga að fara fram. Með því eru Rússar nú með hersveitir nánast hringinn í kringum Úkraínu. Með hermenn við landamæri Rússlands og Úkraínu, við landamæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu og suður af Úkraínu á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu í innrás árið 2014. Rússar krefjast þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. Á sama tíma þvertaka Rússar fyrir það að ríki NATO komist upp með að krefjast þess að Rússar fjarlægi hermenn sína frá landamærum Úkraínu. Það gera þeir á þeim grundvelli að hermennirnir séu innan landamæra Rússlands og NATO hafi ekkert um stöðu þeirra að segja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta síðast í dag og við Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. „Við útskýrðum að við getum ekki sætt okkur við einhverjar kröfur sem tengjast aðgerðum herafla okkar innan okkar eigin landamæra,“ hefur Tass fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Lavrov frá blaðamannafundi í dag. Þá sakaði Lavrov NATO-ríkin um tvískinnung varðandi það að krefjast flutnings hermanna Rússlands á sama tíma og NATO neitaði að fjarlægja hermenn sína úr Austur-Evrópu. Úkraína Bandaríkin Rússland Hvíta-Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 14. janúar 2022 08:47 Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13. janúar 2022 23:08 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu hafa ekki áorkað öðru en að auka á áhyggjur af mögulegri innrás Rússa inn í Úkraínu vegna aukinna áhrifa vestursins þar í landi og mögulegri framtíðarinngöngu ríkisins í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfar þess stendur til að Blinken fari til Berlínar, þar sem hann mun hitta utanríkisráðherra Þýskalands, Bretlands og Frakklands og ræða stöðuna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sent um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Bandaríkjamenn vöruðu í síðustu viku við því að Rússar hefðu sent hermenn til austurhluta Úkraínu, þar sem aðskilnaðarsinnar sem Rússar styðja fara með stjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust búa yfir upplýsingum um að þessir hermenn gætu reynt að falsa tilefni til inngrips Rússa í Úkraínu og mögulegrar innrásar, taki Pútín ákvörðun um það. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Rússar hafa einnig sent hersveitir inn í Hvíta-Rússland þar sem heræfingar eiga að fara fram. Með því eru Rússar nú með hersveitir nánast hringinn í kringum Úkraínu. Með hermenn við landamæri Rússlands og Úkraínu, við landamæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu og suður af Úkraínu á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu í innrás árið 2014. Rússar krefjast þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. Á sama tíma þvertaka Rússar fyrir það að ríki NATO komist upp með að krefjast þess að Rússar fjarlægi hermenn sína frá landamærum Úkraínu. Það gera þeir á þeim grundvelli að hermennirnir séu innan landamæra Rússlands og NATO hafi ekkert um stöðu þeirra að segja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta síðast í dag og við Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. „Við útskýrðum að við getum ekki sætt okkur við einhverjar kröfur sem tengjast aðgerðum herafla okkar innan okkar eigin landamæra,“ hefur Tass fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Lavrov frá blaðamannafundi í dag. Þá sakaði Lavrov NATO-ríkin um tvískinnung varðandi það að krefjast flutnings hermanna Rússlands á sama tíma og NATO neitaði að fjarlægja hermenn sína úr Austur-Evrópu.
Úkraína Bandaríkin Rússland Hvíta-Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 14. janúar 2022 08:47 Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13. janúar 2022 23:08 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04
Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00
Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 14. janúar 2022 08:47
Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13. janúar 2022 23:08