Boltinn er hjá íslenskum dómstólum Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 07:30 Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um kynferðisofbeldi í þjóðfélaginu í dag, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið í aktívisma í áratug (og sum lengur). Allt frá fyrstu #metoo herferðunum hafa hlutirnir gerst æ hraðar. Það að þolendur segi fleiri og fleiri frá er þó af illri nauðsyn. Það hlýtur hverjum að vera ljóst að það stígur enginn viljandi inn í þá eitruðu skotlínu sem oft fylgir. En af hverju gera þau það þá? Þegar við í forvarnarhópnum Bleiki Fíllinn byrjuðum var hægt að telja á fingrum annarar handar ef einhver kommentaði undir nafni til stuðnings málefninu, sérstaklega ef minnst var á vinnu hópsins, ef þau voru jákvæð voru það nú oftast vinir og vandamenn. Ef við á þessum tíma heyrðum um einhvern sem studdi umræðuna um málstað þolenda og þorði að skamma þá sem voru með þolendaskömmun og gerendameðvirkni, þá hlupum við upp til handa og fóta steinhissa til að komast að því hvaða einhyrningur það eiginlega væri! Þannig var andrúmsloftið þá. En umræðan og stuðningur við þolendur fór þó smám saman að breytast. Æ fleiri fóru að malda í móinn við risaeðlurnar, undir nafni meira að segja og tóku skýra afstöðu, og ekki bara vinir og vandamenn þolenda og aktivista! Með #metoo urðu síðan mikilvæg kaflaskil í baráttu gegn kynferðisofbeldi að áeggjan hugrakkra þolenda sem buðu gerendum og „almenningsálitinu“ birginn. Óvænt liðsinni úr ýmsum áttum Í viðtali í september um KSÍ málin sagði Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, að „ofbeldi af þessum toga sé samfélagslegt vandamál sem fyrirfinnist ekki einungis innan íþróttahreyfingarinnar“. Hann sagði það jákvætt að konur stigi fram og þetta kæmist upp á yfirborðið til að hægt væri að taka á málum. Daði Rafnsson fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og doktorsnemi í íþróttasálfræði, lét hafa eftir sér á svipuðum tíma að „menning innan íþrótta, [...] einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn“ en tók fram að hann yrði var við mikla viðhorfsbreytingu. Ingólfur V. Gíslason prófessor í félagsfræði sagði í viðtali 9. janúar síðastliðinn að Metoo bylgjan hafi ýtt undir samfélagsbreytingar „og það var svo sannarlega kominn tími til, vegna þess að alvarlegasta vandamálið í samskiptum og stöðu karla og kvenna á Íslandi er það ofbeldi sem konur hafa þurft að sæta af hálfu karla“. Ingólfur benti réttilega á að þetta snúist ekki um hefndir, heldur að þolendur vilji fá viðurkenningu á því sem þeir þurftu að þola, að þeir séu beðnir afsökunar o.s.frv. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og fullyrti, vegna þess sem gerðist í kjölfarið á viðtali við Vítalíu Lazarevu: „Ég held að þetta sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi.“ Gísli Marteinn tók skýra afstöðu í málinu í síðasta þætti Vikunnar, sem vakti athygli verandi góðvinur eins þeirra sem ásakaður eru um brot. Gísli sagði m.a.: „Þau [viðbrögðin] sýna okkur að smám saman erum við að mjaka okkur úr gamla verbúðarveruleikanum þar sem valdakallar með þykk veski fá sínu framgengt í krafti áhrifa og tengsla án afleiðinga. Óþolið er orðið slíkt að ekki einu sinni Simma Vill datt í hug að skella í grátstatus yfir meðferðinni á strákunum. Baráttan gegn kynbundu ofbeldi er lýjandi fyrir þá sem í henni standa. Þetta er næstum því eins og að berjast við vindmyllur nema að andstæðingurinn er ekki ímyndun. En eins og við sáum nýlega þá getur baráttan við vindmyllurnar borið árangur. Hún kostar bara mjög mikla þolinmæði. Já, feðraveldið fellur að lokum.“ Já, það krefst sannarlega þolinmæði að hanga í þessum barningi. Í vanþakklátu sjálfboðaliðastarfi þar sem hræddar risaeðlur jafnvel hóta þér, en...glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir að hér hefur bara verið vitnað í karla. Og meira að segja nokkra miðaldra hvíta karla! Það er viljandi gert. Karlarnir hættu að sitja á varamannabekknum Ingólfur segir mál Vítalíu marka tímamót, en áttar sig kannski ekki á að það eru algjör tímamót að karlar láti hafa svona eftir sér opinberlega, og það undir nafni, tali hreint út um kynbundið ofbeldi. ÞAÐ hefðum við aldrei séð fyrir nokkrum árum. Auðvitað hafa margar konur, ótrúlega sterkar og hugaðar konur, þorað að stíga fram, gagnrýna, benda á óréttlætið, en þær voru auðvitað bara „reiðar konur“. Það ríkti vandræðaleg þögn hjá körlunum, kannski talið óðs manns æði að taka undir, viðurkenna tilvist og hvað þá gagnrýna kynbundið ofbeldi? En, eins og Ingólfur benti á, smám saman fór að síast út í samfélagið skilaboðin um hvað má og hvað má ekki. Samfélagið er augljóslega að breytast. Æ fleiri eru farin að sjá að þetta gengur ekki lengur. Og þora að segja það upphátt. Samfélag okkar má gefa sér klapp á bakið fyrir það. Þau viðbrögð sem Ingólfur talar um eru vegna þess að fjöldinn mótmælir - og áhrif fjöldans er mikill. Fjöldinn sem hefur verið að hlusta síðustu ár. Við segjum eins og er að það er mjög gefandi. Og þessi þolinmæði, að hanga í aktivisma, við að berjast gegn vindmyllum, virðist loksins vera að skila árangri. Að vissu leyti, þó ekki öllu. Við sem samfélag höfum áorkað miklu og höfum rödd Á sama tíma megum við þó hafa varann á. Þó að fyrirtæki sjái hag sinn í að segja aðilum upp störfum sem ásakaðir eru um slík brot, þá eru þau nú kannski ekki endilega öll svona ógurlega mannúðleg og aktívistar inn við beinið. Kapítalisminn hefur ekki fengið alvarlegt höfuðhögg og tekið viðsnúning á einni nóttu. Nei, þau vita sem er að fjöldinn, (við) erum orðin það mörg að við getum sýnt í verki óánægju okkar. Sum þessara fyrirtækja eru jú auðvitað að hugsa um budduna. Síðast en ekki síst megum við ekki tapa röddinni í að heimta að dómskerfi okkar verði tekið í gegn. Tal um stofnun Landsréttar á sínum tíma gaf örlitla von um að nú ætti að poppa þetta aðeins upp, en jeremías hvað það hafa verið mikil vonbrigði. Dómar í nauðgunarmálum er ítrekað viðsnúið úr sakfellingu í sakleysi og dómar léttir. Og ekki bara í kynferðisbrotamálum. And-femíniska stybban úr Landsrétti er hverjum að verða ljós. Við öll höfum áorkað ýmsu sem samfélag, það er deginum ljósara. Síðustu viðsnúningar gerðust ekki í tómarúmi né á síðustu mánuðum. Þetta er þrotlaus vinna síðustu ára (og áratuga) sem hefur síast inn í samfélagið eins og Ingólfur benti á. Sýnum dómskerfinu rauða spjaldið En þessi barátta, sérstaklega á samfélagsmiðlum, er af illu komin. Dómskerfið hefur engan veginn haldið í við kröfur okkar um réttláta meðferð og nýjungar í takti við 21. öldina. Íslenska dómskerfið þarf ekki einu sinni að finna upp hjólið. Þórdís Filipsdóttir benti t.d. nýlega á leiðir farnar í nágrannalöndum, sem hún þýðir sem heilandi réttlæti (e. restorative justice) sem hafa sýnt góðan árangur og að „Evrópuráðið [hafi] gefið út tillögu CM/Rec(2018)8 þar sem það viðurkennir vægi heilandi réttlætis fyrir þolendur og hvetur öll aðildarríki sín, þ.m.t. Ísland, að taka það upp í réttarkerfum sínum.“ Við verðum að leggjast öll á eitt og beina sjónum okkar að dómskerfinu (og jú forvörnum og kennslu í skólum, en það er efni í aðra grein). Við verðum að leggjast af þunga á að breyta því, því þar er engu minna að finna valdinn að þessu samfélagsmeini. Þolendur vilja nú fæstir bera sín sárustu augnablik fyrir allra augum eigandi á hættu að risaeðlurnar (á öllum aldri, af öllum kynjum) hamist í kommentakerfum með sína blinduðu gerendameðvirkni og þolendaskömmun, en neyðast til þess eins og staðan er í dag. Þolendur geta ekki meir. Hjálpum þolendum og heimtum kerfi sem grípur þau og hjálpar þeim að leita réttar síns á mannúðlegan og faglegan hátt. Áframhaldandi barátta mun vonandi sem fyrst draga tennurnar úr „dómstól götunnar“ og við getum reitt okkur á íslensku dómstólana á öllum stigum. Boltinn er ekki bara núna hjá þeim, heldur eru þeir í dauðafæri. F.h. forvarnarhópsins Bleiki Fíllinn Jóhanna Ýr Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með umræðu um kynferðisofbeldi í þjóðfélaginu í dag, sérstaklega fyrir okkur sem höfum verið í aktívisma í áratug (og sum lengur). Allt frá fyrstu #metoo herferðunum hafa hlutirnir gerst æ hraðar. Það að þolendur segi fleiri og fleiri frá er þó af illri nauðsyn. Það hlýtur hverjum að vera ljóst að það stígur enginn viljandi inn í þá eitruðu skotlínu sem oft fylgir. En af hverju gera þau það þá? Þegar við í forvarnarhópnum Bleiki Fíllinn byrjuðum var hægt að telja á fingrum annarar handar ef einhver kommentaði undir nafni til stuðnings málefninu, sérstaklega ef minnst var á vinnu hópsins, ef þau voru jákvæð voru það nú oftast vinir og vandamenn. Ef við á þessum tíma heyrðum um einhvern sem studdi umræðuna um málstað þolenda og þorði að skamma þá sem voru með þolendaskömmun og gerendameðvirkni, þá hlupum við upp til handa og fóta steinhissa til að komast að því hvaða einhyrningur það eiginlega væri! Þannig var andrúmsloftið þá. En umræðan og stuðningur við þolendur fór þó smám saman að breytast. Æ fleiri fóru að malda í móinn við risaeðlurnar, undir nafni meira að segja og tóku skýra afstöðu, og ekki bara vinir og vandamenn þolenda og aktivista! Með #metoo urðu síðan mikilvæg kaflaskil í baráttu gegn kynferðisofbeldi að áeggjan hugrakkra þolenda sem buðu gerendum og „almenningsálitinu“ birginn. Óvænt liðsinni úr ýmsum áttum Í viðtali í september um KSÍ málin sagði Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, að „ofbeldi af þessum toga sé samfélagslegt vandamál sem fyrirfinnist ekki einungis innan íþróttahreyfingarinnar“. Hann sagði það jákvætt að konur stigi fram og þetta kæmist upp á yfirborðið til að hægt væri að taka á málum. Daði Rafnsson fagstjóri afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi og doktorsnemi í íþróttasálfræði, lét hafa eftir sér á svipuðum tíma að „menning innan íþrótta, [...] einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn“ en tók fram að hann yrði var við mikla viðhorfsbreytingu. Ingólfur V. Gíslason prófessor í félagsfræði sagði í viðtali 9. janúar síðastliðinn að Metoo bylgjan hafi ýtt undir samfélagsbreytingar „og það var svo sannarlega kominn tími til, vegna þess að alvarlegasta vandamálið í samskiptum og stöðu karla og kvenna á Íslandi er það ofbeldi sem konur hafa þurft að sæta af hálfu karla“. Ingólfur benti réttilega á að þetta snúist ekki um hefndir, heldur að þolendur vilji fá viðurkenningu á því sem þeir þurftu að þola, að þeir séu beðnir afsökunar o.s.frv. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og fullyrti, vegna þess sem gerðist í kjölfarið á viðtali við Vítalíu Lazarevu: „Ég held að þetta sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi.“ Gísli Marteinn tók skýra afstöðu í málinu í síðasta þætti Vikunnar, sem vakti athygli verandi góðvinur eins þeirra sem ásakaður eru um brot. Gísli sagði m.a.: „Þau [viðbrögðin] sýna okkur að smám saman erum við að mjaka okkur úr gamla verbúðarveruleikanum þar sem valdakallar með þykk veski fá sínu framgengt í krafti áhrifa og tengsla án afleiðinga. Óþolið er orðið slíkt að ekki einu sinni Simma Vill datt í hug að skella í grátstatus yfir meðferðinni á strákunum. Baráttan gegn kynbundu ofbeldi er lýjandi fyrir þá sem í henni standa. Þetta er næstum því eins og að berjast við vindmyllur nema að andstæðingurinn er ekki ímyndun. En eins og við sáum nýlega þá getur baráttan við vindmyllurnar borið árangur. Hún kostar bara mjög mikla þolinmæði. Já, feðraveldið fellur að lokum.“ Já, það krefst sannarlega þolinmæði að hanga í þessum barningi. Í vanþakklátu sjálfboðaliðastarfi þar sem hræddar risaeðlur jafnvel hóta þér, en...glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir að hér hefur bara verið vitnað í karla. Og meira að segja nokkra miðaldra hvíta karla! Það er viljandi gert. Karlarnir hættu að sitja á varamannabekknum Ingólfur segir mál Vítalíu marka tímamót, en áttar sig kannski ekki á að það eru algjör tímamót að karlar láti hafa svona eftir sér opinberlega, og það undir nafni, tali hreint út um kynbundið ofbeldi. ÞAÐ hefðum við aldrei séð fyrir nokkrum árum. Auðvitað hafa margar konur, ótrúlega sterkar og hugaðar konur, þorað að stíga fram, gagnrýna, benda á óréttlætið, en þær voru auðvitað bara „reiðar konur“. Það ríkti vandræðaleg þögn hjá körlunum, kannski talið óðs manns æði að taka undir, viðurkenna tilvist og hvað þá gagnrýna kynbundið ofbeldi? En, eins og Ingólfur benti á, smám saman fór að síast út í samfélagið skilaboðin um hvað má og hvað má ekki. Samfélagið er augljóslega að breytast. Æ fleiri eru farin að sjá að þetta gengur ekki lengur. Og þora að segja það upphátt. Samfélag okkar má gefa sér klapp á bakið fyrir það. Þau viðbrögð sem Ingólfur talar um eru vegna þess að fjöldinn mótmælir - og áhrif fjöldans er mikill. Fjöldinn sem hefur verið að hlusta síðustu ár. Við segjum eins og er að það er mjög gefandi. Og þessi þolinmæði, að hanga í aktivisma, við að berjast gegn vindmyllum, virðist loksins vera að skila árangri. Að vissu leyti, þó ekki öllu. Við sem samfélag höfum áorkað miklu og höfum rödd Á sama tíma megum við þó hafa varann á. Þó að fyrirtæki sjái hag sinn í að segja aðilum upp störfum sem ásakaðir eru um slík brot, þá eru þau nú kannski ekki endilega öll svona ógurlega mannúðleg og aktívistar inn við beinið. Kapítalisminn hefur ekki fengið alvarlegt höfuðhögg og tekið viðsnúning á einni nóttu. Nei, þau vita sem er að fjöldinn, (við) erum orðin það mörg að við getum sýnt í verki óánægju okkar. Sum þessara fyrirtækja eru jú auðvitað að hugsa um budduna. Síðast en ekki síst megum við ekki tapa röddinni í að heimta að dómskerfi okkar verði tekið í gegn. Tal um stofnun Landsréttar á sínum tíma gaf örlitla von um að nú ætti að poppa þetta aðeins upp, en jeremías hvað það hafa verið mikil vonbrigði. Dómar í nauðgunarmálum er ítrekað viðsnúið úr sakfellingu í sakleysi og dómar léttir. Og ekki bara í kynferðisbrotamálum. And-femíniska stybban úr Landsrétti er hverjum að verða ljós. Við öll höfum áorkað ýmsu sem samfélag, það er deginum ljósara. Síðustu viðsnúningar gerðust ekki í tómarúmi né á síðustu mánuðum. Þetta er þrotlaus vinna síðustu ára (og áratuga) sem hefur síast inn í samfélagið eins og Ingólfur benti á. Sýnum dómskerfinu rauða spjaldið En þessi barátta, sérstaklega á samfélagsmiðlum, er af illu komin. Dómskerfið hefur engan veginn haldið í við kröfur okkar um réttláta meðferð og nýjungar í takti við 21. öldina. Íslenska dómskerfið þarf ekki einu sinni að finna upp hjólið. Þórdís Filipsdóttir benti t.d. nýlega á leiðir farnar í nágrannalöndum, sem hún þýðir sem heilandi réttlæti (e. restorative justice) sem hafa sýnt góðan árangur og að „Evrópuráðið [hafi] gefið út tillögu CM/Rec(2018)8 þar sem það viðurkennir vægi heilandi réttlætis fyrir þolendur og hvetur öll aðildarríki sín, þ.m.t. Ísland, að taka það upp í réttarkerfum sínum.“ Við verðum að leggjast öll á eitt og beina sjónum okkar að dómskerfinu (og jú forvörnum og kennslu í skólum, en það er efni í aðra grein). Við verðum að leggjast af þunga á að breyta því, því þar er engu minna að finna valdinn að þessu samfélagsmeini. Þolendur vilja nú fæstir bera sín sárustu augnablik fyrir allra augum eigandi á hættu að risaeðlurnar (á öllum aldri, af öllum kynjum) hamist í kommentakerfum með sína blinduðu gerendameðvirkni og þolendaskömmun, en neyðast til þess eins og staðan er í dag. Þolendur geta ekki meir. Hjálpum þolendum og heimtum kerfi sem grípur þau og hjálpar þeim að leita réttar síns á mannúðlegan og faglegan hátt. Áframhaldandi barátta mun vonandi sem fyrst draga tennurnar úr „dómstól götunnar“ og við getum reitt okkur á íslensku dómstólana á öllum stigum. Boltinn er ekki bara núna hjá þeim, heldur eru þeir í dauðafæri. F.h. forvarnarhópsins Bleiki Fíllinn Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun