Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson eru allir greindir með Covid-19 og verða því ekki með í næstu leikjum liðsins.
Það verða því aðeins fjórtán leikmenn á skýrslu í kvöld þar sem sex eru smitaður.
Gísli fékk jákvætt úr hraðprófi eftir hádegi í dag og PCR-próf staðfesti síðan smitið.
HSÍ hefur einnig staðfest frétt Vísis um að þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson séu á leið út. Fleiri gætu fylgt í kjölfarið.
Bjarki Már, sem eðli máls samkvæmt er gríðarlega svekktur með stöðu mála, hefur gagnrýnt hvernig staðið er að málum hvað sóttvarnir varðar á hóteli liðsins ytra.