Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 22:43 Robert Eugene Turner III átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða. Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24