Karabatic: Við fundum engar lausnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. janúar 2022 08:02 Nikola Karabatic mátti sín lítils í gær gegn íslensku vörninni EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira