Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 17:07 SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. EPA/AHMED MARDNLI Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga. Sýrland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga.
Sýrland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira