Íslendingar alltaf duglegir að fá sér húðflúr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2022 20:10 Karítas Gunnarsdótttir, 28 ára Selfyssingur, sem er flúrari á stofu út á Granda í Reykjavík. Hún rétt tók grímuna niður á meðan myndin var tekin, enda vel hugað að öllum sótvörnum á stofnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkert lát er á vinsældum þess að fólk fái sér húðflúr á líkamann og þá eru konur að koma mjög sterkt inn, sem húðflúrarar. Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera Reykjavík Húðflúr Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera
Reykjavík Húðflúr Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira