Íslendingar alltaf duglegir að fá sér húðflúr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2022 20:10 Karítas Gunnarsdótttir, 28 ára Selfyssingur, sem er flúrari á stofu út á Granda í Reykjavík. Hún rétt tók grímuna niður á meðan myndin var tekin, enda vel hugað að öllum sótvörnum á stofnunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekkert lát er á vinsældum þess að fólk fái sér húðflúr á líkamann og þá eru konur að koma mjög sterkt inn, sem húðflúrarar. Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera Reykjavík Húðflúr Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Það má víða finna tattú stofur úti á landi og í höfuðborginni. Ein þeirra er úti á Granda í Reykjavík þar sem nokkrir húðflúrarar starfa. Karítas Gunnarsdóttir, 28 ára Selfyssingur er ein þeirra. Hún segist vera nýgræðingur í faginu enda ekki búin að húðflúra nema frá því í apríl á síðasta ári, en samt er brjálað að gera hjá henni. Teikningar hafa verið hennar aðalsmerki enda mjög fær á því sviði en svo heillaðist hún af vinnunni við að húðflúra. „Ég er náttúrulega enn þá að læra og alltaf að vonast til að gera betur. Fyrst og fremst finnst mér bara frábært að geta verið listamaður, að vera bara að teikna. Það er grunnurinn í þessu, það skiptir mestu máli, ég hef alltaf verið teiknandi,“ segir Karítas. Kartías hefur alltaf verið teiknandi og er enn að teikna á fullu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karítas segir frábært að geta unnið við áhugamálið sitt, fyrst að teikna mynd á blað og sjá svo um að koma myndinni á líkama fólks með húðflúri. Hún hefur sérstaklega gaman að dýra og mannlífsmyndum. En hvernig lýsir hún sínum stíl? „Teiknimyndalegur, krúttlegur og litríkur,“ segir hún hlægjandi. Uglutattú,sem Karítas gerði nýlega.Aðsend Karítas segir vinsældir húðflúra alltaf að vera að aukast og aukast og það séu jafnt karlar og konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins að fá sér tattú hér og þar um líkamann. Hvort það megi þakka það Covid eða einhverju öðru, segist hún ekki hafa hugmynd um. Þá fari þeim konum mjög fjölgandi, sem eru að flúra. „Karítas er rosalega góður listamaður, það fer ekki á milli mála. Ég er búin að þekkja hana í listaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis núna í tvö til þrjú ár og þetta er þriðja tattúið, sem ég fæ hjá henni og hún stendur sig bara mjög vel,“ segir Dísa Thorsdóttir, ánægður viðskiptavinur Karítasar. En hvernig tilfinning er það að merkja fólk svona til eilífðar? „Það var alveg pínu stressandi hugsun til að byrja með en ég komst yfir það því fólk er alltaf svo ánægt þegar maður er búin,“ segir Karítas. En hvaðan koma þessir hæfileikar, er það Selfoss eða? „Já, auðvitað, er það ekki,“ segir hún og skellihlær. Á þessari síðu er hægt að sjá hvað Karítas er helst að gera
Reykjavík Húðflúr Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira