„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“ Atli Arason skrifar 24. janúar 2022 07:01 Björn Kristjánsson, leikmaður KR Bára Dröfn Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót. „Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
„Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira