Hönnuðurinn Thierry Mugler er látinn Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 07:45 Thierry Mugler hannaði á síðustu árum fatnað meðal annars fyrir þær Beyoncé, Lady Gaga og Kim Kardashian. Getty Franski hátískuhönnuðurinn Thierry Mugler er látinn, 73 ára að aldri. Umboðsmaður Mugler segir hann hafa látist í gær af náttúrulegum orsökum. Mugler var mjög áhrifmikill á níunda áratugnum og átti hönnun hans, sem einkenndist af herðabreiðum fatnaði og skörpum línum með vísunum aftur til fimmta og sjötta áratugarins, eftir að eiga þátt í að skilgreina fatastíl þess áratugar. Í frétt BBC segir að í seinni tíð hafi Mugler verið einna helst þekktur fyrir ilmvötn sín en hann hannaði þó einnig fjölda kjóla á stórstjörnur á borð við Beyoncé, Lady Gaga og Kim Kardashian. Hann rataði einnig í fréttir á síðustu árum vegna slysa sem varð til þess að hann gekk undir nokkrar lýtaaðgerðir á andliti. Síðar í þessari viku stóð til að Mugler myndi kynna nýtt samstarf, segir umboðsmaðurinn Jean-Baptiste Rougeot. Mugler fæddist í Strasbourg í desember 1948 og fluttist tvítugur til Parísar þar sem hann stofnaði eigið merki, Cafe de Paris árið 1973. Ári síðar stofnaði hann svo merkið Thierry Mugler. Andlát Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Mugler var mjög áhrifmikill á níunda áratugnum og átti hönnun hans, sem einkenndist af herðabreiðum fatnaði og skörpum línum með vísunum aftur til fimmta og sjötta áratugarins, eftir að eiga þátt í að skilgreina fatastíl þess áratugar. Í frétt BBC segir að í seinni tíð hafi Mugler verið einna helst þekktur fyrir ilmvötn sín en hann hannaði þó einnig fjölda kjóla á stórstjörnur á borð við Beyoncé, Lady Gaga og Kim Kardashian. Hann rataði einnig í fréttir á síðustu árum vegna slysa sem varð til þess að hann gekk undir nokkrar lýtaaðgerðir á andliti. Síðar í þessari viku stóð til að Mugler myndi kynna nýtt samstarf, segir umboðsmaðurinn Jean-Baptiste Rougeot. Mugler fæddist í Strasbourg í desember 1948 og fluttist tvítugur til Parísar þar sem hann stofnaði eigið merki, Cafe de Paris árið 1973. Ári síðar stofnaði hann svo merkið Thierry Mugler.
Andlát Frakkland Tíska og hönnun Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira