Í upphafi voru 97 stúlkur að kepptu um titilinn og flugu þær til Puerto Rico í lok síðasta árs áður en keppninni var frestað aðeins örfáum klukkustundum áður en hún átti að fara í loftið. Aðeins 40 þeirra sem mættu upphaflega fá að snúa aftur í mars og keppa til úrslita. Það eru þær stúlkur sem voru í dómaravalinu með Hugrúnu ásamt fimmtán öðrum sem voru valdar í gegnum litlar keppnir sem voru haldnar þegar þær voru úti fyrir áramót.
Linda Pétursdóttir er eigandi keppninnar á Íslandi og hlaut hún sjálf titilinn Miss World árið 1988. Það var tilkynnt í nóvember á síðasta ári að förðunarfræðingurinn og fyrirsætan Hugrún Egilsdóttir væri Miss World Iceland 2021 og færi út fyrir Íslands hönd.
„Hugrún er búin að vera framúrskarandi á allan hátt og þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð til fjölda ára. Við hlökkum því til að fylgja með henni til Púertó Ríkó í mars“
segir Linda stolt af Hugrúnu.
Hugrún Birta hefur áður keppt í fegurðarsamkeppnum hérlendis og erlendis og er því með mikla reynslu. Hún var í öðru sæti í Miss Universe Iceland keppninni árið 2019 og þar var hún valin Miss Supranational Iceland og keppti í kjölfarið í fegurðarsamkeppninni Miss Supranational sem haldin var í Póllandi sama ár. Í Póllandi vann hún titilinn Miss Supra Nova Model of Europe.