Biðin eftir meðferð/afeitrun getur orðið dauðans alvara Helga Maria Mosty skrifar 25. janúar 2022 14:31 Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Fíkill fer í meðferð og fíkill fellur, fíkill fer aftur í meðferð og fellur aftur. Því miður fyrir marga fíkla er þetta langvarandi ástand. Því miður er þetta allt of oft veruleikinn, fyrir bæði fíkilinn og aðstandendur. Meðferð og hvað svo ? Þegar fíkill er langt leiddur og búinn að fara í óteljandi meðferðir hvað er þá til ráða? Oftar en ekki hefur fíkillinn eða aðstandendur þurft að hafa mikið fyrir því að koma fíklinum í meðferð. Hann sækir um t.d. á Vogi (ekki um marga aðra staði að velja ef þá nokkurn) og þarf að bíða, stundum í viku eða tvær eða jafnvel lengur. Hvað gerir fíkillinn meðan hann bíður? Sumum tekst að halda sér edrú en öðrum ekki. Sumum tekst að mæta á réttum tíma í meðferð en þeir sem ekki mæta á „réttum tíma“ í meðferð, til dæmis degi of seint, þurfa að bíða – aftur ! Fíkill er nefnilega ekki alltaf með tímaskinið á hreinu. Hvernig fer þessi bið með fíkilinn, aðstandendur og hinn almenna borgara ? Jú sjáðu til, við erum alltaf að hrósa okkur Íslendingum fyrir svo súper flott heilbrigðiskerfi sem er bara ekkert svo flott eftir allt saman. Fíklar hafa dáið á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð því biðin var of löng fyrir þá. Sumir halda partýinu áfram meðan næsta bið tekur við. Á meðan partýinu stendur getur fíkillinn verið sjálfum sér, aðstandendum og hinum almenna borgara hættulegur. Hvað eru fíklar ekki til í að gera fyrir næsta skammt eða hverja er fíkillinn til í að hitta, ræna, slást við og svo frv á meðan á biðinni stendur? Er ekki ódýrara og réttara fyrir samfélagið að taka á móti fíklum í meðferð um leið og þeir óska eftir því? Væri ekki gott fyrir lögreglu og sjúkrahúsið að geta einbeitt sér að öðrum heldur en fíklum í bið? Ef fíkill tekur inn of stóran skammt og er svo heppinn að komast á spítala þar sem hægt er að lappa upp á hann er hann sendur í burt af spítalanum jafnvel innan 10 tíma frá komu á spítalann. Ef fíkill er ekki svo „heppinn“ að hafa fengið hjálpina mjög fljótlega og ástandið er því verra er honum haldið á spítalanum í lengri tíma og svo hleypt út í samfélagið aftur. Af hverju er fíkli ekki boðið pláss í meðferð eftir viðkomu á spítala vegna of stórs skammts? Enn og aftur: margir fíklar deyja á meðan þeir bíða eftir meðferð. Finnst okkur þetta bara allt í lagi? Ef þú fótbrotnar er þér þá sagt að koma eftir 2 vikur og ef þú missir af þeim tíma ertu þá bara látin/n bíða í 2 vikur í viðbót? Fíkn er sjúkdómur. Fíkn er ekki alltaf val eða aumingjaskapur eins og sumir halda. Fíkn er sjúkdómur og ekki einungis fyrir fíkilinn heldur flest alla þá er standa honum næst. Þegar einstaklingur er fíkill og er virkur fíkill er það er ekki einstaklingurinn sem stjórnar ferðinni, heldur er það fíkillinn. Af hverju er ekki ofarlega á forgangslistanum hjá heilbrigðisráðherra okkar, þ.e.a.s. EF þetta er á einhverjum lista yfir höfuð að aðstoða fíkla og taka á móti þeim í meðferð þegar fíkill leitar eftir því ? Af hverju eru ekki stofnanir á vegum ríkisins sem taka á móti fíklum í afeitrun eins og Vogur en þó án biðarinnar? Útrýmum biðinni því bið eftir afeitrun/meðferð getur verið dauðans alvara! Höfundur er móðir.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar