Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 25. janúar 2022 18:06 Nýgift! Instagram Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu. Byrjaði allt með skilaboðum Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Hún telur að innsæið hafi verið ástæða þess að hún hafi yfirhöfuð opnað skilaboðin þar sem hún var ekki að svara skilaboðum frá fólki sem hún þekkti ekki. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Stóð alltaf til að halda tvö brúðkaup. Það stóð alltaf til frá upphafi að halda tvö brúðkaup, eitt á Íslandi og eitt í Þýskalandi svo að þau gætu fagnað með öllum í kringum sig svo það var ekki tilkomið vegna ástandsins. Því miður komust færri að í brúðkaupinu úti en upphaflega var planað vegna takmarkana. Stefnan er svo að halda stórt brúðkaup á Íslandi sumarið 2023 sem er nú þegar komið langleiðina í skipulagningu. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Greindist með Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið. Aðspurð hvernig dagarnir fram að brúðkaupinu voru segir Katrín þá hafa verið nokkuð rólega fyrir utan það að brúðguminn fékk Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið eftir heimsókn til Íslands. „Hann þurfti að vera sjö daga í sóttkví og við vorum saman hérna heima þar sem ég tók heimapróf alla morgna með hjartað í buxunum að fá Covid og þurfa að fresta brúðkaupinu. En mér tókst sem betur fer að sleppa við veiruna,“ segir hún um stressið sem fylgdi greiningunni. Katrín Edda sá sjálf um förðunina og hárið á stóra daginn með aðstoð frá sínum nánustu. Við athöfnina sjálfa í ráðhúsinu í Markgröningen var aðeins leyfilegt að vera þar tvö ásamt tveimur vottum. Þau fengu þó að hafa hurðina opna fram þar sem foreldrar þeirra stóðu og fylgdust með. Þar að auki streymdu þau athöfninni til ástvina heima á Íslandi í gegnum Facebook. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Fóru snemma að sofa eftir stóra daginn Eftir athöfnina voru nokkrir af vinum þeirra og fjölskyldu óvænt fyrir utan ráðhúsið sem þau skáluðu við freyðivín. Eftir athöfnina í hittust þau með sinni allra nánustu fjölskyldu og um kvöldið fóru hjónin svo á veitingastað með átta vinum sínum og fögnuðu þar ástinni saman. „Sökum covid máttum við því miður ekki bjóða fleirum og þurftum í ofanálag að yfirgefa staðinn klukkan 22:30. En þá fórum við heim, áttum gott spjall við mömmu og Rúnar og fórum tiltölulega snemma að sofa,“ Segir hún um brúðkaupsdaginn. Það sem stóð upp úr á stóra deginum var að setja upp hringana og kyssa nýja eiginmanninn en þá var þetta orðið svona alvöru, alvöru eins og Katrín orðaði það. Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Byrjaði allt með skilaboðum Katrín og Markus kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. Hún telur að innsæið hafi verið ástæða þess að hún hafi yfirhöfuð opnað skilaboðin þar sem hún var ekki að svara skilaboðum frá fólki sem hún þekkti ekki. Fyrsta stefnumótið var göngutúr að vatni og hefur ástin verið að blómstra síðan. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Stóð alltaf til að halda tvö brúðkaup. Það stóð alltaf til frá upphafi að halda tvö brúðkaup, eitt á Íslandi og eitt í Þýskalandi svo að þau gætu fagnað með öllum í kringum sig svo það var ekki tilkomið vegna ástandsins. Því miður komust færri að í brúðkaupinu úti en upphaflega var planað vegna takmarkana. Stefnan er svo að halda stórt brúðkaup á Íslandi sumarið 2023 sem er nú þegar komið langleiðina í skipulagningu. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Greindist með Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið. Aðspurð hvernig dagarnir fram að brúðkaupinu voru segir Katrín þá hafa verið nokkuð rólega fyrir utan það að brúðguminn fékk Covid ellefu dögum fyrir brúðkaupið eftir heimsókn til Íslands. „Hann þurfti að vera sjö daga í sóttkví og við vorum saman hérna heima þar sem ég tók heimapróf alla morgna með hjartað í buxunum að fá Covid og þurfa að fresta brúðkaupinu. En mér tókst sem betur fer að sleppa við veiruna,“ segir hún um stressið sem fylgdi greiningunni. Katrín Edda sá sjálf um förðunina og hárið á stóra daginn með aðstoð frá sínum nánustu. Við athöfnina sjálfa í ráðhúsinu í Markgröningen var aðeins leyfilegt að vera þar tvö ásamt tveimur vottum. Þau fengu þó að hafa hurðina opna fram þar sem foreldrar þeirra stóðu og fylgdust með. Þar að auki streymdu þau athöfninni til ástvina heima á Íslandi í gegnum Facebook. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Fóru snemma að sofa eftir stóra daginn Eftir athöfnina voru nokkrir af vinum þeirra og fjölskyldu óvænt fyrir utan ráðhúsið sem þau skáluðu við freyðivín. Eftir athöfnina í hittust þau með sinni allra nánustu fjölskyldu og um kvöldið fóru hjónin svo á veitingastað með átta vinum sínum og fögnuðu þar ástinni saman. „Sökum covid máttum við því miður ekki bjóða fleirum og þurftum í ofanálag að yfirgefa staðinn klukkan 22:30. En þá fórum við heim, áttum gott spjall við mömmu og Rúnar og fórum tiltölulega snemma að sofa,“ Segir hún um brúðkaupsdaginn. Það sem stóð upp úr á stóra deginum var að setja upp hringana og kyssa nýja eiginmanninn en þá var þetta orðið svona alvöru, alvöru eins og Katrín orðaði það.
Ástin og lífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30