„Það er hvergi skjól að hafa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2022 18:17 Strompurinn fauk af. Vísir/Egill Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs. Veðurofsinn er að ganga niður á Suðvesturhorninu en er nú að færa sig norður og suðaustur á land. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, svo hvasst að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fór á hliðina. Hann var fjarlægður í dag. Eins og sjá má er aftari strompurinn einfaldlega horfinn.Vísir/Egill „En það var dálítið athyglisvert að vindurinn, til dæmist úti á Seltjarnarnesi, hann komst í 23 metra á sekúndu. Það er svona með því meira sem að maður sér á þeim stað Enda var þetta ansi hvasst. Það er hvergi skjól að hafa í þessasri vestanátt á þessum slóðum, hvorki á Suðurnesjum né á höfuðborgarsvæðinu. Maður fær þetta bara beint í nefið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Það er farið að lægja á suðvesturhorni landsins en sem fyrr segir er veðrið að færa sig um set. „Í þessum töluðu orðum eru hvorki meira né minna en 33 metrar á sekúndu á bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni,“ sagði Einar og bætti því við að búið væri að loka Öxnadalsheiðinni. Reikna má með miklu hvassviðri á suðausturhorni landsins, en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á nótt. Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar um kl 20:30 #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022 Þar getur vindur farið upp í 40 metra á sekúndu og er varað við að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum næstu klukkutímana. „Ef að fólk er á ferðinni ýmist vestur á firði yfir heiðarnar og hálsana þangað eða norður í land. Ég myndi bara hinkra og bíða,“ sagði Einar. „Svo dettur allt í dúnalogn á miðnætti.“ Alls staðar á landinu? „Já, það gerir það. Þetta fer yfir okkur með látum og klárast bara einn tveir og þrír. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11 Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir hafa verið í gildi í dag vegna veðurs. Veðurofsinn er að ganga niður á Suðvesturhorninu en er nú að færa sig norður og suðaustur á land. Mjög hvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag, svo hvasst að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fór á hliðina. Hann var fjarlægður í dag. Eins og sjá má er aftari strompurinn einfaldlega horfinn.Vísir/Egill „En það var dálítið athyglisvert að vindurinn, til dæmist úti á Seltjarnarnesi, hann komst í 23 metra á sekúndu. Það er svona með því meira sem að maður sér á þeim stað Enda var þetta ansi hvasst. Það er hvergi skjól að hafa í þessasri vestanátt á þessum slóðum, hvorki á Suðurnesjum né á höfuðborgarsvæðinu. Maður fær þetta bara beint í nefið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Það er farið að lægja á suðvesturhorni landsins en sem fyrr segir er veðrið að færa sig um set. „Í þessum töluðu orðum eru hvorki meira né minna en 33 metrar á sekúndu á bláhæðinni á Holtavörðuheiðinni,“ sagði Einar og bætti því við að búið væri að loka Öxnadalsheiðinni. Reikna má með miklu hvassviðri á suðausturhorni landsins, en þar er appelsínugul viðvörun í gildi fram á nótt. Öxnadalsheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs. Næstu upplýsingar um kl 20:30 #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 25, 2022 Þar getur vindur farið upp í 40 metra á sekúndu og er varað við að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum næstu klukkutímana. „Ef að fólk er á ferðinni ýmist vestur á firði yfir heiðarnar og hálsana þangað eða norður í land. Ég myndi bara hinkra og bíða,“ sagði Einar. „Svo dettur allt í dúnalogn á miðnætti.“ Alls staðar á landinu? „Já, það gerir það. Þetta fer yfir okkur með látum og klárast bara einn tveir og þrír.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11 Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. 25. janúar 2022 13:11
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36