Jóhannes Karl nýr aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla | ÍA í þjálfaraleit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2022 17:50 Jóhannes Karl er nýr aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar hjá íslenska A-landsliðinu í fótbolta. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann hefur störf nú þegar og hefur sagt starfi sínu hjá ÍA lausu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands en þá hefur ÍA einnig greint frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Jóhannes Karl Guðjónsson ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla https://t.co/UwUNVuMLvH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 26, 2022 „Knattspyrnufélag ÍA veitti þjálfara meistaraflokks karla, Jóhannesi Karli Guðjónssyni, leyfi fyrir stuttu til að ræða við KSÍ um starf aðstoðarlandsliðsþjálfara A landsliðs karla. Jóhannes Karl hefur ákveðið að taka boði KSÍ og mun því láta af störfum hjá ÍA," segir í tilkynningu ÍA. Jóhannes Karl er 41 árs gamall og hefur stýrt uppeldisfélagi sínu ÍA frá árinu 2018. Þar áður þjálfaði hann HK. Hann lék lengi vel sem atvinnumaður í Belgíu, Hollandi, Spáni og Englandi Þá er hann faðir Ísaks Bergmanns, leikmanns FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Jóhannes Karl tekur við starfinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem komst að samkomulagi við KSÍ um starfslok í nóvember á síðasta ári. ÍA hefur nú þegar hafið leit að nýjum þjálfara en liðið bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli á síðustu leiktíð. Þangað til að nýr þjálfari finnst mun Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari liðsins, stýra æfingum. Hér að neðan má sjá tilkynningu ÍA í heild sinni. Fótbolti KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Kemur þetta fram í tilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands en þá hefur ÍA einnig greint frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Jóhannes Karl Guðjónsson ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla https://t.co/UwUNVuMLvH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 26, 2022 „Knattspyrnufélag ÍA veitti þjálfara meistaraflokks karla, Jóhannesi Karli Guðjónssyni, leyfi fyrir stuttu til að ræða við KSÍ um starf aðstoðarlandsliðsþjálfara A landsliðs karla. Jóhannes Karl hefur ákveðið að taka boði KSÍ og mun því láta af störfum hjá ÍA," segir í tilkynningu ÍA. Jóhannes Karl er 41 árs gamall og hefur stýrt uppeldisfélagi sínu ÍA frá árinu 2018. Þar áður þjálfaði hann HK. Hann lék lengi vel sem atvinnumaður í Belgíu, Hollandi, Spáni og Englandi Þá er hann faðir Ísaks Bergmanns, leikmanns FC Kaupmannahafnar í Danmörku. Jóhannes Karl tekur við starfinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem komst að samkomulagi við KSÍ um starfslok í nóvember á síðasta ári. ÍA hefur nú þegar hafið leit að nýjum þjálfara en liðið bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli á síðustu leiktíð. Þangað til að nýr þjálfari finnst mun Guðlaugur Baldursson, aðstoðarþjálfari liðsins, stýra æfingum. Hér að neðan má sjá tilkynningu ÍA í heild sinni.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira