CrossFit kóngurinn og CrossFit drottningin keppa saman á RIG 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru í sama liði á Reykjavíkurleikunum í ár. Samsett/Instagram Það mun gefast langþráð tækifæri í CrossFit keppni Reykjavíkurleikanna í næsta mánuði. Það er nefnilega ekki á hverju degi sem við sjáum besta CrossFit fólk Íslands keppa hér á landi. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar. CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar.
CrossFit Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira