Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Isabel Alejandra Diaz og Nanna Hermannsdóttir skrifa 27. janúar 2022 11:30 Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun