Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016.
Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt.
Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða.
Morant og Wiggins í fyrsta sinn
Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn.
The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30
— NBA (@NBA) January 28, 2022
Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3
Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls.
The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5
— NBA (@NBA) January 28, 2022
Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér.
Three voting groups determined the starters:
— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022
Fans (50%)
NBA players (25%)
Media panel 25%)
Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVR
Below are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY
Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James
Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum.
A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!
— NBA (@NBA) January 28, 2022
Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T
LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis.
Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.