Fjallar um íslenska handboltaævintýrið: „Eins og ef Bergen ætti eitt besta handboltalið heims“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2022 11:02 Íslendingar fagna sigrinum á Svartfellingum í fyrradag. getty/Uros Hocevar Norski blaðamaðurinn Stig Nygård fjallar um íslenska handboltaævintýrið í pistli á TV 2 í dag. Þar segir árangur Íslands á alþjóða vísu ótrúlegan og svipaðan því ef borgin Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira