Óttast frekari hækkun verðbólgu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa áhyggjur af hækkun verðbólgu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja mikla hækkun verðbólgu að undanförnu mikið áhyggjuefni. Sama staða sé uppi á teningnum úti í heimi en taka verði hækkun hérlendis alvarlega. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Sjá einnig: Verðbólga í hæstu hæðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að krefjandi verði að takast á við ný viðfangsefni í efnahagslífinu á næstu misserum. Kórónuveiran hafi eðli málsins samkvæmt sett strik í reikninginn; ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. „Þetta er áhyggjuefni. Það góða er að við erum að sjá að þetta er ekki séríslensk staða eins og stundum hefur verið heldur er þetta alþjóðleg þróun. En það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökumst á við þetta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í sama streng og segist óttast frekari hækkun á verðbólgu: „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því á hvaða grunni þessar verðbólgutölur byggja. Við erum töluvert mikið að fá til okkar kostnaðarhækkanir að utan.“ Hann bendir á að kostnaður fyrir framleiðendur í Evrópu hafi hækkað snarpt. Það gæti verið vísbending um að frekari hækkanir kunni að koma til og þeirri þróun þurfi að fylgjast vel með. Nýjar spár geri þó ráð fyrir því að „verðbólguskotinu“ ljúki eftir nokkra mánuði. „Ríkisfjármálin verða að taka mið af þessari stöðu í heild sinni og við verðum að gæta að því að við séu ekki á sama tíma og hér er einhver vaxandi verðabólga að auka á spennuna í samfélaginu með því að vera með óþarfa, viðbótar ríkisútgjöld á röngum tíma,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15 Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Sjá einnig: Verðbólga í hæstu hæðum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að krefjandi verði að takast á við ný viðfangsefni í efnahagslífinu á næstu misserum. Kórónuveiran hafi eðli málsins samkvæmt sett strik í reikninginn; ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum. „Þetta er áhyggjuefni. Það góða er að við erum að sjá að þetta er ekki séríslensk staða eins og stundum hefur verið heldur er þetta alþjóðleg þróun. En það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökumst á við þetta,“ segir Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tekur í sama streng og segist óttast frekari hækkun á verðbólgu: „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því á hvaða grunni þessar verðbólgutölur byggja. Við erum töluvert mikið að fá til okkar kostnaðarhækkanir að utan.“ Hann bendir á að kostnaður fyrir framleiðendur í Evrópu hafi hækkað snarpt. Það gæti verið vísbending um að frekari hækkanir kunni að koma til og þeirri þróun þurfi að fylgjast vel með. Nýjar spár geri þó ráð fyrir því að „verðbólguskotinu“ ljúki eftir nokkra mánuði. „Ríkisfjármálin verða að taka mið af þessari stöðu í heild sinni og við verðum að gæta að því að við séu ekki á sama tíma og hér er einhver vaxandi verðabólga að auka á spennuna í samfélaginu með því að vera með óþarfa, viðbótar ríkisútgjöld á röngum tíma,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15 Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. 28. janúar 2022 13:15
Útlit fyrir myndarlegan hagvöxt, hjaðnandi verðbólgu og hærri stýrivexti Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári. 26. janúar 2022 05:00
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29