Innlent

Sprengi­sandur: Orku­málin, Rúss­land og Úkraína og verð­bólgu­horfur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson byrjar á því að ræða við Eddu Sif Pind Aradóttur sem fer fyrir Carbfix verkefninu þar sem koltvísýringur er fangaður úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina. Verkefnið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu.

Næst mæta Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum og Jón Ólafsson prófessor og einn helsti fræðimaður Íslands um Rússland og málefni þess. Þeir ætla að ræða stöðuna á landamærum Úkraínu, hve ógnævnleg hún er og hvert Pútín Rússlandsforseti er að stefna.

Benedikt Stefánsson hjá Carbon Recycling, Berglind Rán Ólafsdóttir formaður Samorku og Orri P'all Jóhannsson þingflokksformaður VG mætast næst til að ræða orkumálin. Eru þau í ólestri og augljós orkuskortur framundan í landinu sem virkjað hefur mest allra miðað við höfðatölu í heiminum?

Síðastur til að mæta í þáttinn verður dr. Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans. Umræðuefnið verður verðbólgan og verðbólguhorfur. Greiningardeildir bankanna eru gapandi yfir nýjustu tölum, heildsalar með böggum hildar yfir verðhækkunum við sjóndeildarhring en heima situr íslenski launþeginn og býr sig undir gamalkunnug svipugöng - eða hvað? 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×