Opna fjöldahjálparstöð í kjölfar lokunar Súðavíkurhlíðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 18:06 Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar. Myndin er úr safni. Lögreglan á Vestfjörðum Sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi hefur tekið ákvörðun um að opna fjöldahjálparstöð til þess að taka á móti þeim sem ekki komast leiðar sinnar vegna lokunar Súðavíkurhlíðar, sem var lokað fyrr í dag vegna snjóflóðahættu. Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs. Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Vonskuveður með éljum og hríð hefur verið á suðvestur- og vesturhorni landsins í dag. Veðrið hefur leikið Vestfirði grátt en rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi í dag. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi segir að enginn sé mættur í miðstöðina enn sem komið er. Hann telur hugsanlegt að einhverjir hafi stoppað á Hólmavík eða þá tekist að snúa við. RÚV greindi fyrst frá. „Fyrstu fréttir sem við fengum hérna þegar lokunin skall á að það vær einhver íþróttahópur á ferðinni. Þannig að þetta hefði geta verið frá í kringum tíu manns svona miðað við fyrstu tilkynningu en svo hefur ekki heyrst í þeim, þeir voru eitthvað seinna á ferðinni. Þannig að það er hugsanlegt að þeir hafi getað snúið við,“ segir Bragi. Það eru ekki nema tæpar tvær vikur síðan vegfarandi kvaðst hafa sloppið naumlega við snjóflóð sem féll á veg við Súðavíkurhlíð nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Þá lýsti Bragi yfir áhyggjum í samtali við fréttastofu og sagði ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Bragi kveðst þreyttur á ástandinu og segir lítið annað í boði en að halda sig heima. Það sé þó alltaf gott að vera í Súðavík en vont að leggja þurfi samgöngur endurtekið niður: „Þetta er sama sagan. Annar vetur, nýr snjór.“ Hann segir að bjartsýnustu spár geri ráð fyrir að Vegagerðinni takist að leysa ástandið í kvöld. Það sé þó aldrei að vita þegar íslenska veðrið er annars vegar. „Þetta hamlar svo mörgu, það er svo margt sem að tengist þessu. Það er ekki bara það að maður ætli að skjótast í næsta fjörð heldur er þetta bara atvinnusókn og þjónustusókn. Þungaflutningar fyrir Ísafjarðabæ fara mestmegnis hér um,“ segir Bragi Samkvæmt áætlunum innviðaráðherra er rúmur áratugur í Súðavíkurgöng, ef þær áætlanir ganga eftir. Þolinmæði íbúa á norðvestanverðum Vestfjörðum í biðinni eftir jarðgöngum á milli Ísafjarðar og Súðavíkur er að bresta - enda mikið um grjóthrun og snjóflóð á veginum milli þessara staða og hann er oft lokaður vegna þess og vegna veðurs.
Veður Súðavíkurhreppur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. 16. janúar 2022 22:44