Metaregn hjá Matthildi á RIG um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 12:30 Matthildur Óskarsdóttir byrjar nýja árið frábærlega. Instagram/@matthilduroskarsdottir Matthildur Óskarsdóttir lofaði því þegar hún var valin Íþróttakona Seltjarnarness fyrir árið 2021 að 2022 yrði alveg geggjað ár. Hún er strax byrjuð að standa við þau stóru orð. Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira