Hungur líklega ástæða fjöldadauða en grannt fylgst með fuglaflensunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 10:51 Fuglaflensan greindist meðal annars hjá svartbaki sem var talinn hafa komið til Nýfundnalands um Ísland. Fuglaflensa greindist ekki í sýnum sem tekin voru úr svartfuglshræjum sem fundust á ströndum við Austurland. Ástæða fjöldadauðans er ekki ljós en sérfræðingar Matvælastofnunar telja hungur líklegustu skýringuna. Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“ Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að fylgst sé með þróun fuglaflensufaraldursins sem nú geisar í Evrópu og að sérfræðingar stofnunarinnar séu í sambandi við kollega sína í öðrum löndum. Greining á fuglaflensu á Nýfundnalandi gefi vísbendingar um að veiran geti hafa borist með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi. Fuglaeigendur þurfi að vera viðbúnir því að herða þurfi sóttvarnir á vormánuðum. „Í janúarmánuði varð vart við mikinn dauða svartfugla við strendur landsins. Ekki er vitað hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla en mjög ólíklegt er að um fuglaflensu sé að ræða. Líklegasta skýringin er hungur þótt ekki sé hægt að fullyrða að það sé eina skýringin. Í þeim sýnum sem tekin voru á Austurlandi úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum greindust ekki fuglaflensuveirur,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fuglaflensa sem greindist á Nýfundnalandi í lok síðasta árs, bæði á alifuglabúi og í dauðum svartbak nærri búinu, hafi líklega borist þangað með farfuglum frá sýktum svæðum í Evrópu, um Ísland til Grænlands og áfram til Austur-Kanada. „Þessi greining á Nýfundnalandi styrkir það mat sérfræðinga að skæðar fuglaflensuveirur geti hafa borist til Íslands þó þær hafi ekki fundist í þeim sýnum sem rannsökuð hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Í faraldrinum sem geisar í Evrópu er H5N1 ríkjandi. Enn sem komið er eru taldar litlar líkur á því að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur til almennra sóttvarna við handfjöltun villtra fugla og fuglahræja. MAST segir fulla ástæðu til að vakta fuglaflensu í villtum fuglum hérlendis þrátt fyrir að farfuglatímabilið sé ekki hafið. Þá er almenningur beðinn um að tilkynna það til stofnunarinnar þegar villtur dauður fugl finnst. „Þegar tilkynning berst metur stofnunin hvort taka skuli sýni úr fuglinum. Ef taka þarf upp dauðan fugl skal það gert með einnota hönskum og hann settur í plastpoka eða með því að stinga hendi í plastpoka og taka fuglinn upp með pokanum og draga pokann svo yfir fuglinn og loka fyrir.“
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Nær 300 svartfuglar fundist dauðir á Suðausturlandi Á dögunum fannst mikill fjöldi svartfugla dauður á Suðausturlandi. Matvælastofnun hefur ákveðið að láta rannsaka sýni úr fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum, meðal annars með tilliti til fuglaflensu. 13. janúar 2022 06:36