Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 07:00 Listakonan Saga Sig er gestur nýjasta þáttar af KÚNST en hér má sjá hana umkringda eigin málverkum þar sem litir, orka og flæði ráða ríkjum. Vilhelm Gunnarsson Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. Í gegnum tíðina hefur Saga verið þekkt fyrir tískuljósmyndir sínar en undanfarin ár hefur hún einnig vakið athygli fyrir abstrakt málverk sín. Saga er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. „Þegar ég er að mála þá hugsa ég ekkert. Þetta kemur bara algjörlega ósjálfrátt. Ég í raun og veru hef mjög litla stjórn á því sem gerist, það sem kemur á blaðið er bara algjört flæði og algjört móment. Ég ræð ekki litum og ég ræð ekki hvaða skapi ég er í,“ segir Saga og bætir við að hún geti til dæmis ekki gert commision þar sem hún getur ekki stjórnað því hvaða litir koma hverju sinni. „Það er þessi undirmeðvitund sem er að vinna mikið með mér þegar ég er að mála.“ Listsköpunin hefur reynst henni mikið haldreipi í gegnum tíðina. „Ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að mála meira var að mér leið illa. Ég var með svo mikinn kvíða, bjó í London og þetta var það eina sem hjálpaði mér, að mála. Ég bjó í stóru warehouse space-i, stóru herbergi með stórum gluggum, og ég fyllti bara allan vegginn og allt gólfið af málverkum og þá leið mér ótrúlega vel. Og ég vil helst hafa það þannig í kringum mig.“ Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Klippa: KÚNST - Saga Sigurðardóttir Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Myndlist Menning Kúnst Tengdar fréttir „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur Saga verið þekkt fyrir tískuljósmyndir sínar en undanfarin ár hefur hún einnig vakið athygli fyrir abstrakt málverk sín. Saga er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. „Þegar ég er að mála þá hugsa ég ekkert. Þetta kemur bara algjörlega ósjálfrátt. Ég í raun og veru hef mjög litla stjórn á því sem gerist, það sem kemur á blaðið er bara algjört flæði og algjört móment. Ég ræð ekki litum og ég ræð ekki hvaða skapi ég er í,“ segir Saga og bætir við að hún geti til dæmis ekki gert commision þar sem hún getur ekki stjórnað því hvaða litir koma hverju sinni. „Það er þessi undirmeðvitund sem er að vinna mikið með mér þegar ég er að mála.“ Listsköpunin hefur reynst henni mikið haldreipi í gegnum tíðina. „Ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að mála meira var að mér leið illa. Ég var með svo mikinn kvíða, bjó í London og þetta var það eina sem hjálpaði mér, að mála. Ég bjó í stóru warehouse space-i, stóru herbergi með stórum gluggum, og ég fyllti bara allan vegginn og allt gólfið af málverkum og þá leið mér ótrúlega vel. Og ég vil helst hafa það þannig í kringum mig.“ Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Klippa: KÚNST - Saga Sigurðardóttir Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Myndlist Menning Kúnst Tengdar fréttir „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30
„Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30