„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 23:26 Öryggisráðið fundaði í höfuðstöðvum Sameinðu þjóðanna í New York í dag. EPA-EFE/JASON SZENES Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og ýmislegt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Þetta var í fyrsta sinn sem öryggisráðið fundaði til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fundinn hafa skilað litlum árangri. CNN greinir frá. „Ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið mun það ekki koma neinum á óvart. Og afleiðingarnar verða hörmulegar. Ég vona innilega að Rússar velji lýðræðið og hagi sér friðsamlega í samskiptum við önnur lönd, að Úkraínu meðtalinni,“ sagði Thomas-Greenfield á fundinum. Vasily Nebenzia, sendiherra Rússlands á fundinum, sagði vesturveldin búa til spennu með orðagjálfri: „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka,“ sagði Nebenzia og benti á staðfastlega neitun Rússa. Þeir hafi ávallt vísað ásökunum á bug. „Staðsetning okkar herliðs, á okkar eigin landi, lætur vesturveldin halda því fram að það komi til einhverra hernaðaraðgerða og jafnvel árásar inn í Úkraínu. Stjórnmálamenn fullyrða að koma muni til átaka á næstu vikum og á næstu dögum jafnvel. Það er ekkert sem sýnir fram á það,“ sagði Nebenzia fyrir hönd Rússa á fundinum. Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og ýmislegt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Þetta var í fyrsta sinn sem öryggisráðið fundaði til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fundinn hafa skilað litlum árangri. CNN greinir frá. „Ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið mun það ekki koma neinum á óvart. Og afleiðingarnar verða hörmulegar. Ég vona innilega að Rússar velji lýðræðið og hagi sér friðsamlega í samskiptum við önnur lönd, að Úkraínu meðtalinni,“ sagði Thomas-Greenfield á fundinum. Vasily Nebenzia, sendiherra Rússlands á fundinum, sagði vesturveldin búa til spennu með orðagjálfri: „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka,“ sagði Nebenzia og benti á staðfastlega neitun Rússa. Þeir hafi ávallt vísað ásökunum á bug. „Staðsetning okkar herliðs, á okkar eigin landi, lætur vesturveldin halda því fram að það komi til einhverra hernaðaraðgerða og jafnvel árásar inn í Úkraínu. Stjórnmálamenn fullyrða að koma muni til átaka á næstu vikum og á næstu dögum jafnvel. Það er ekkert sem sýnir fram á það,“ sagði Nebenzia fyrir hönd Rússa á fundinum.
Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03