Konurnar stigu fram í ísraelska fréttaþættinum Exposure og sögðu frá samskiptum sínum við Grant.
Að þeirra sögn lofaði hann að hjálpa þeim að komast áfram í atvinnulífinu í skiptum fyrir kynferðislega greiða. Síðasta atvikið átti sér stað fyrir einu og hálfu ári.
Grant hefur beðist afsökunar á framkomu sinni. „Til allra þeirra sem ég hef sært eða hefur liðið illa í návist minni bið ég afsökunar frá dýpstu hjartarótum,“ sagði Grant.
Hinn 66 ára Grant stýrði Chelsea stærstan hluta tímabilsins 2007-08 og kom liðinu meðal annars í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það tapaði fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni.
Grant stýrði síðan Portsmouth og West Ham United. Bæði liðin féllu úr ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn. Hann þjálfaði einnig landslið Ísraels og Gana.