Yngsti ritstjóri landsins á höttunum eftir fréttariturum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 19:16 Auðunn Sölvi Hugason, yngsti ritstjóri landsins. Vísir/Egill Yngsti ritstjóri landsins, hinn tíu ára Auðunn Sölvi Hugason, ætlar að glæða fréttaflóruna með jákvæðum fréttum frá krökkum um allan heim. Hann stefnir á að verða leikari í framtíðinni en gæti hugsað sér að sinna blaðamennskunni í hlutastarfi. Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“ Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Auðuni Sölva er margt til lista lagt og hefur raunar nóg fyrir stafni enda náðum við aðeins að grípa hann stuttlega á milli æfinga í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann fer með hlutverk í leikritinu Umskiptingurinn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Auðunn Sölvi stofnað glænýjan fjölmiðil, www.skolafrettir.is. „Fyrst var ég með lítið skólablað í skólanum mínum en svo fannst mér það ekki alveg nógu umhverfisvænt og þannig kom hugmyndin að byggja upp vef,“ segir hann, sem ætlar sér að hafa jákvæðnina að leiðarljósi. „Það er lítið af stríðum og covid og svoleiðis. Þetta verður jákvætt og glaðlegt,“ segir Auðunn, sem hefur ekki mikinn áhuga á að lesa fréttir en hefur gaman að því að skrifa þær. Finnst þér skemmtilegra að skrifa fréttir en lesa þær? „Jahá,“ svarar hann. Fréttamiðilinn opnaði Auðunn Sölvi í október en sökum annríkis hefur hann varla haft tíma til að segja vinum og bekkjarfélögum frá þessu nýja starfi. Hann segist með skipulagningu ná að halda öllum boltum á lofti en tekur fram að hann sé á höttunum eftir fleiri fréttariturum og hvetur áhugasama eindregið til að senda inn fréttir í gegnum netfangið skolafrettir@skolafrettir.is. „Með tímanum væri gaman að hafa bara krakka sem senda inn fréttir og jafnvel frá öðrum heimshornum. Eins og ég á vin sem er frá Ítalíu, hann myndi kannski vilja senda inn fréttir.“ Aðspurður segist hann ekki endilega viss um hvort hann ætli að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. „Erfið spurning, en ætli ég vilji ekki verða leikari. Jafnvel einhver svona hálf-fréttaritari. En aðallega leikari.“
Skóla - og menntamál Fjölmiðlar Grunnskólar Krakkar Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira