Kærir þrjú félög og NFL-deildina fyrir kynþáttamismunun og SMS frá Belichick gæti velt þungu hlassi Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2022 14:00 Brian Flores var rekinn frá Miami Dolphins í síðasta mánuði. AP/Wilfredo Lee „Fyrirgefðu. Ég klúðraði þessu illilega [e. f-ed this up]. Ég skoðaði aftur og sá að ég mislas textann. Ég held að þeir ætli að ráða Daboll. Afsakaðu þetta. BB.“ Skilaboðin hér að ofan, sem NFL-þjálfarinn sigursæli Bill Belichick sendi á fyrrverandi aðstoðarmann sinn Brian Flores, gætu verið litla þúfan sem veltir þungu hlassi varðandi stöðu svartra þjálfara í NFL-deildinni í fótbolta. Brian Flores hefur nú kært NFL-deildina og þrjú félög; New York Giants, Denver Broncos og Miami Dolphins. Flores, sem er svartur, telur sig hafa verið beittan mismunun við ráðningu Giants á nýjum þjálfara í janúar, við ráðningu Broncos á nýjum þjálfara árið 2019, og í tengslum við óvænta uppsögn sína hjá Dolphins 10. janúar. Respect to Brian Flores pic.twitter.com/ilOLrwXBO1— PFF (@PFF) February 1, 2022 Flores hafði verið aðalþjálfari Dolphins í þrjár leiktíðir. Með því að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum í vetur endaði liðið með fleiri sigurleiki en tapleiki (9-8) annað árið í röð, í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Engu að síður var hann rekinn og Flores telur að það sé ekki vegna frammistöðu liðsins heldur vegna útbreiddrar kynþáttamismununar í NFL-deildinni. Eftir að hann var rekinn sóttist hann eftir starfi aðalþjálfara hjá Giants sem voru á höttunum eftir nýjum þjálfara. Það er í tengslum við það ráðningarferli sem skilaboð Belichicks koma til sögunnar. Flores var í þjálfarateymi Belichicks í tíu ár og New England Patriots urðu NFL-meistarar þrisvar sinnum á þeim tíma, áður en Flores var svo ráðinn aðalþjálfari Dolphins. Skilaboðin sýni að fundurinn hafi verið til málamynda Belichick taldi sig því hafa ærna ástæðu til að senda Flores skilaboð 24. janúar síðastliðinn og óska honum til hamingju með að hafa verið ráðinn þjálfari Giants, en gerði mistök. Það var nefnilega nafni Brians Flores, Brian Daboll sem er hvítur og starfaði einnig á sínum tíma undir stjórn Belichicks, sem hafði fengið starfið. Texts from Bill Belichick to Brian Flores, congratulating Brian for landing the #Giants job.Belichick thought he was texting Brian Daboll. He was texting Flores by mistake. pic.twitter.com/Y686XcjYC3— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) February 1, 2022 Gallinn var sá að Giants áttu þarna enn eftir að fá Brian Flores í sitt boðaða atvinnuviðtal, 27. janúar. Skilaboðin fullvissuðu Flores um að sá fundur væri bara til málamynda, til að uppfylla Rooney-regluna svokölluðu um að NFL-félög verði að boða að minnsta kosti einn þjálfara úr minnihlutahópi í atvinnuviðtal við ráðningu í lausa stöðu. Hafi forráðamenn Giants verið búnir að gera upp hug sinn fyrir fundinn með Flores, eins og skilaboðin frá Belichick gefa til kynna, er það skýrt brot á Rooney-reglunni. Giants réðu svo Brian Daboll 28. janúar, degi eftir fundinn með Flores. Skelþunnir forráðamenn Broncos Flores segir að svipaða sögu megi segja frá því að Broncos réði nýjan aðalþjálfara árið 2019. Hann heldur því fram að þáverandi framkvæmdastjóri Broncos, John Elway, hafi ásamt fleirum mætt á fundinn klukkutíma of seint og skelþunnur. Flores segir að hjá Dolphins hafi svo verið komið fram við hann af fyrirlitningu og látið eins og hann væri erfiður í samstarfi, eftir að hann hafi neitað að taka þátt í að ná samkomulagi við samningsbundinn leikstjórnanda frá öðru félagi. Áður hafi Stephen Ross, eigandi Dolphins, reynt að fá hann árið 2019 til að tapa leikjum viljandi og fá 100.000 dollara fyrir hvert tap, til að félagið fengi betri stöðu í nýliðavali. Brian Flores og Bill Belichick störfuðu saman í áratug hjá New England Patriots, með góðum árangri.Getty/Mark Brown Félögin hafna alfarið sök Flores hefur sótt eftir því að málið verði að hópmálsókn og lögfræðifyrirtækið sem sér um málið fyrir hans hönd leitar nú að fleiri dæmum um meinta kynþáttamismunun við ráðningar hjá NFL-félögunum. Félögin sem Flores hefur kært hafa hvert um sig sent frá sér yfirlýsingu og hafnað alfarið sök, og í yfirlýsingu frá NFL-deildinni segir að ekki sé fótur fyrir ásökununum. Einn svartur aðalþjálfari Í grein Jason Reid hjá ESPN um málið segir að það geti markað þáttaskil í sögu NFL-deildarinnar og baráttunni gegn kynþáttamismunun. Hvernig sem málarekstur Flores gangi þá muni málið varpa ljósi á það sem allir sem það kjósi geti séð; að NFL-félögin séu ekki eins litblind og þau vilji vera láta. Eins og staðan er í dag þá er Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, eini svarti aðalþjálfarinn í NFL-deildinni þrátt fyrir að hátt í 70% leikmanna séu svartir. Ráðið var í sjö aðalþjálfarastöður á árunum 2020-21 en aðeins í einu tilviki var svartur maður ráðinn. Ef horft er til síðustu fjögurra ára hefur svartur þjálfari þrisvar sinnum verið ráðinn, í 27 lausar stöður. Á yfirstandandi leiktíð, sem lýkur með Ofurskálarleiknum 13. febrúar, hafa fjórar þjálfarastöður verið fylltar, allar með hvítum þjálfurum. Fimm stöður eru lausar og í grein Reids segir að óttast sé að þær verið einnig allar fylltar með hvítum þjálfurum. Tilbúinn að fórna ferlinum fyrir breytingar Flores veit fullvel að með því að leita til dómstóla gæti hann hafa minnkað verulega líkurnar á að því að hann fái nýtt starf í NFL-deildinni. Tilgangurinn er líka æðri og meiri: „Guð gaf mér sérstaka hæfileika í að þjálfa fótbolta en þörfin fyrir breytingar er mikilvægari en mín eigin markmið,“ sagði Flores í yfirlýsingu. „Með því að sækjast eftir hópmálsókn í dag veit ég vel að ég gæti verið að fórna því að þjálfa í íþróttinni sem er mér svo kær og hefur gert svo mikið fyrir fjölskyldu mína og mig. Ég vona innilega að með því að mótmæla kerfisbundinni kynþáttamismunun í NFL-deildinni þá muni fleiri taka slaginn með mér til að tryggja jákvæðar breytingar fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Flores. NFL Kynþáttafordómar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Skilaboðin hér að ofan, sem NFL-þjálfarinn sigursæli Bill Belichick sendi á fyrrverandi aðstoðarmann sinn Brian Flores, gætu verið litla þúfan sem veltir þungu hlassi varðandi stöðu svartra þjálfara í NFL-deildinni í fótbolta. Brian Flores hefur nú kært NFL-deildina og þrjú félög; New York Giants, Denver Broncos og Miami Dolphins. Flores, sem er svartur, telur sig hafa verið beittan mismunun við ráðningu Giants á nýjum þjálfara í janúar, við ráðningu Broncos á nýjum þjálfara árið 2019, og í tengslum við óvænta uppsögn sína hjá Dolphins 10. janúar. Respect to Brian Flores pic.twitter.com/ilOLrwXBO1— PFF (@PFF) February 1, 2022 Flores hafði verið aðalþjálfari Dolphins í þrjár leiktíðir. Með því að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum í vetur endaði liðið með fleiri sigurleiki en tapleiki (9-8) annað árið í röð, í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Engu að síður var hann rekinn og Flores telur að það sé ekki vegna frammistöðu liðsins heldur vegna útbreiddrar kynþáttamismununar í NFL-deildinni. Eftir að hann var rekinn sóttist hann eftir starfi aðalþjálfara hjá Giants sem voru á höttunum eftir nýjum þjálfara. Það er í tengslum við það ráðningarferli sem skilaboð Belichicks koma til sögunnar. Flores var í þjálfarateymi Belichicks í tíu ár og New England Patriots urðu NFL-meistarar þrisvar sinnum á þeim tíma, áður en Flores var svo ráðinn aðalþjálfari Dolphins. Skilaboðin sýni að fundurinn hafi verið til málamynda Belichick taldi sig því hafa ærna ástæðu til að senda Flores skilaboð 24. janúar síðastliðinn og óska honum til hamingju með að hafa verið ráðinn þjálfari Giants, en gerði mistök. Það var nefnilega nafni Brians Flores, Brian Daboll sem er hvítur og starfaði einnig á sínum tíma undir stjórn Belichicks, sem hafði fengið starfið. Texts from Bill Belichick to Brian Flores, congratulating Brian for landing the #Giants job.Belichick thought he was texting Brian Daboll. He was texting Flores by mistake. pic.twitter.com/Y686XcjYC3— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) February 1, 2022 Gallinn var sá að Giants áttu þarna enn eftir að fá Brian Flores í sitt boðaða atvinnuviðtal, 27. janúar. Skilaboðin fullvissuðu Flores um að sá fundur væri bara til málamynda, til að uppfylla Rooney-regluna svokölluðu um að NFL-félög verði að boða að minnsta kosti einn þjálfara úr minnihlutahópi í atvinnuviðtal við ráðningu í lausa stöðu. Hafi forráðamenn Giants verið búnir að gera upp hug sinn fyrir fundinn með Flores, eins og skilaboðin frá Belichick gefa til kynna, er það skýrt brot á Rooney-reglunni. Giants réðu svo Brian Daboll 28. janúar, degi eftir fundinn með Flores. Skelþunnir forráðamenn Broncos Flores segir að svipaða sögu megi segja frá því að Broncos réði nýjan aðalþjálfara árið 2019. Hann heldur því fram að þáverandi framkvæmdastjóri Broncos, John Elway, hafi ásamt fleirum mætt á fundinn klukkutíma of seint og skelþunnur. Flores segir að hjá Dolphins hafi svo verið komið fram við hann af fyrirlitningu og látið eins og hann væri erfiður í samstarfi, eftir að hann hafi neitað að taka þátt í að ná samkomulagi við samningsbundinn leikstjórnanda frá öðru félagi. Áður hafi Stephen Ross, eigandi Dolphins, reynt að fá hann árið 2019 til að tapa leikjum viljandi og fá 100.000 dollara fyrir hvert tap, til að félagið fengi betri stöðu í nýliðavali. Brian Flores og Bill Belichick störfuðu saman í áratug hjá New England Patriots, með góðum árangri.Getty/Mark Brown Félögin hafna alfarið sök Flores hefur sótt eftir því að málið verði að hópmálsókn og lögfræðifyrirtækið sem sér um málið fyrir hans hönd leitar nú að fleiri dæmum um meinta kynþáttamismunun við ráðningar hjá NFL-félögunum. Félögin sem Flores hefur kært hafa hvert um sig sent frá sér yfirlýsingu og hafnað alfarið sök, og í yfirlýsingu frá NFL-deildinni segir að ekki sé fótur fyrir ásökununum. Einn svartur aðalþjálfari Í grein Jason Reid hjá ESPN um málið segir að það geti markað þáttaskil í sögu NFL-deildarinnar og baráttunni gegn kynþáttamismunun. Hvernig sem málarekstur Flores gangi þá muni málið varpa ljósi á það sem allir sem það kjósi geti séð; að NFL-félögin séu ekki eins litblind og þau vilji vera láta. Eins og staðan er í dag þá er Mike Tomlin, þjálfari Pittsburgh Steelers, eini svarti aðalþjálfarinn í NFL-deildinni þrátt fyrir að hátt í 70% leikmanna séu svartir. Ráðið var í sjö aðalþjálfarastöður á árunum 2020-21 en aðeins í einu tilviki var svartur maður ráðinn. Ef horft er til síðustu fjögurra ára hefur svartur þjálfari þrisvar sinnum verið ráðinn, í 27 lausar stöður. Á yfirstandandi leiktíð, sem lýkur með Ofurskálarleiknum 13. febrúar, hafa fjórar þjálfarastöður verið fylltar, allar með hvítum þjálfurum. Fimm stöður eru lausar og í grein Reids segir að óttast sé að þær verið einnig allar fylltar með hvítum þjálfurum. Tilbúinn að fórna ferlinum fyrir breytingar Flores veit fullvel að með því að leita til dómstóla gæti hann hafa minnkað verulega líkurnar á að því að hann fái nýtt starf í NFL-deildinni. Tilgangurinn er líka æðri og meiri: „Guð gaf mér sérstaka hæfileika í að þjálfa fótbolta en þörfin fyrir breytingar er mikilvægari en mín eigin markmið,“ sagði Flores í yfirlýsingu. „Með því að sækjast eftir hópmálsókn í dag veit ég vel að ég gæti verið að fórna því að þjálfa í íþróttinni sem er mér svo kær og hefur gert svo mikið fyrir fjölskyldu mína og mig. Ég vona innilega að með því að mótmæla kerfisbundinni kynþáttamismunun í NFL-deildinni þá muni fleiri taka slaginn með mér til að tryggja jákvæðar breytingar fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Flores.
NFL Kynþáttafordómar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira