Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 18:09 Jón Gunnarsson vinnur að nýju frumvarpi um réttarstöðu brotaþola. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. „Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón. Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
„Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón.
Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira