„Við erum svo hoppandi glöð“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. febrúar 2022 20:15 Brynhildur Guðjónsdóttir stýrir Borgarleikhúsinu. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. „Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59
Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01
Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25
Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46