„Við erum svo hoppandi glöð“ Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. febrúar 2022 20:15 Brynhildur Guðjónsdóttir stýrir Borgarleikhúsinu. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. „Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Við erum svo hoppandi glöð. Okkur í sviðslistastofnunum og menningarhúsum er náttúrulega efst í huga þakklæti fyrir þetta traust sem okkur er sýnt,“ sagði Brynhildur með bros á vör í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Reglugerðarbreytingin tekur gildi á morgun og þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta gjörbreytir rekstrarumhverfi leikhúsanna svo dæmi séu tekin, sem geta nú farið að fylla sali sína á ný án nálægðartakmarkana. „Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur. Já við getum gert það. Guð minn almáttugur. Hér var hrópað húrra og stokkið hæð sína upp úr öllum sætum. Nú getum við fyllt salinn. Þessi meter virðist kannski ekki mikið út á við en áhrifin sem að þetta hefur á okkur eru vissulega bara mjög neikvæð áhrif á afkomu leikhússins,“ sagði Brynhildur sem óskaði nýverið eftir tugmilljóna styrk til að mæta rekstrartapi leikhússins af völdum faraldursins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga rúmlega fimmtíu þúsund manns miða á leikritin Emil í Kattholti og 9 líf sem sýnd eru í Borgarleikhúsinu. Búast má því við því að miðahafar fari að flykkast í leikhúsin á nýjan leik. „Við viljum ítreka að við hefðum aldrei verið að knýja á þetta nema bara að því að við vitum að þetta er öruggt. Við sem að sýslum með það að búa til upplifun og tilfinningar, og tökum á móti fólki, þetta er í takti við þær afléttingar sem eru í gangi í samfélaginu og við vitum að þetta er öruggt,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Reykjavík Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59 Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01 Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25 Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2. febrúar 2022 16:59
Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. 1. febrúar 2022 20:01
Enginn Emil í Kattholti Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag. 19. desember 2021 08:25
Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf. 13. desember 2021 13:46