Engin tölfræði til um byrlanir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 21:03 Ráðherra hyggst hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota en núgildandi áætlun rennur úr gildi við lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata. Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata.
Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57