Hilmar Smári: Við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 20:15 Hilmar Smári Henningsson átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Bára Hilmar Smári Henningsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins þegar Stjarnan lagði Þór frá Akureyri, næsta auðveldlega, 112-84 í 15. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Stjörnumenn voru í raun og veru búnir að tryggja sigur sinn í hálfleik en góð vörn skóp sigurinn að mati Hilmars. „Við komum dálítið flatir varnarlega inn í leikinn en þegar við tókum okkur saman í vörninni í öðrum leikhluta þá small þetta. Við vorum auðvitað að hitta vel líka en fyrst og fremst þá náum við að halda þeim í lágri skotprósentu með því að þvinga þá í erfið skot þannig að það var það sem bjó til muninn og svo héldum við út leikinn.“ „Skiljanlega þá slakar maður aðeins á þegar munurinn er 30 stig og einn fjórðungur eftir. Við vitum það en á sama tíma er það mjög hættulegt. Ef maður er mjög flatur þá getur það gefið þeim von þannig að maður verður að stjórna öllum aðstæðum sem maður er í. Sem betur fer lentum við ekki í neinum vandræðum í seinni hálfleik og náðum að vinna leikinn.“ Hilmar fann sig vel en fyrstu sex þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið í kvöld og lauk kappinn leik með 26 stig og átta stoðsendingar. Það reiknast sem 32 framlagspunktar. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir skotinu mínu en stundum dettur það og stundum ekki. Í dag duttu skotin niður.“ Að lokum var Hilmar spurður út í það hvað þessi leikur segði Stjörnumönnum um þá sjálfa og stöðu liðsins í deildinni. „Sigur er sigur. Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik en hann segir okkur svo sem ekki mikið um okkur sjálfa, við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera. Við erum bara einu skrefi nær því þar sem við viljum vera. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur.“ Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
„Við komum dálítið flatir varnarlega inn í leikinn en þegar við tókum okkur saman í vörninni í öðrum leikhluta þá small þetta. Við vorum auðvitað að hitta vel líka en fyrst og fremst þá náum við að halda þeim í lágri skotprósentu með því að þvinga þá í erfið skot þannig að það var það sem bjó til muninn og svo héldum við út leikinn.“ „Skiljanlega þá slakar maður aðeins á þegar munurinn er 30 stig og einn fjórðungur eftir. Við vitum það en á sama tíma er það mjög hættulegt. Ef maður er mjög flatur þá getur það gefið þeim von þannig að maður verður að stjórna öllum aðstæðum sem maður er í. Sem betur fer lentum við ekki í neinum vandræðum í seinni hálfleik og náðum að vinna leikinn.“ Hilmar fann sig vel en fyrstu sex þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið í kvöld og lauk kappinn leik með 26 stig og átta stoðsendingar. Það reiknast sem 32 framlagspunktar. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir skotinu mínu en stundum dettur það og stundum ekki. Í dag duttu skotin niður.“ Að lokum var Hilmar spurður út í það hvað þessi leikur segði Stjörnumönnum um þá sjálfa og stöðu liðsins í deildinni. „Sigur er sigur. Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik en hann segir okkur svo sem ekki mikið um okkur sjálfa, við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera. Við erum bara einu skrefi nær því þar sem við viljum vera. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur.“
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50