Gerði hlé á blaðamannafundi eftir leik til að panta sér McDonald's Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 07:00 Anthony Edwards er alveg óhræddur við að vera hann sjálfur á blaðamannafundum. Getty/Steph Chambers Anthony Edwards er litríkur persónuleiki ofan á það að vera frábær körfuboltamaður. Hann fór á kostum bæði í sigri Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í nótt sem og á blaðamannafundinum eftir leikinn. Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns og Clippers vann nágranna sína Lakers á sigurkörfu 4,1 sekúndu fyrir leikslok. This Anthony Edwards up-and-under layup is TOUGHHe has 20 PTS for the @Timberwolves on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/oRSLESmi5P— NBA (@NBA) February 4, 2022 Anthony Edwards skoraði 25 stig og Karl-Anthony Towns var með 21 stig og 14 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 128-117 útisigur á Detroit Pistons. Taurean Prince bætti við 23 stigum í þessum þriðja sigri Úlfanna í röð og þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Saddiq Bey var með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Detriot. Anthony Edwards told reporters to hold off on questions until he could finish ordering McDonald s pic.twitter.com/xaNBfqopjl— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2022 Edwards er á góðri leið með að verða einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar og ekki skemmir fyrir að honum líður vel með athyglina á sér og talar oftast í fyrirsögnum. Að þessu sinni mætti hann á blaðamannafundinn eftir leikinn og bað um smá frið frá spurningum á meðan hann væri að ganga frá pöntun á McDonald's eins og sjá má hér fyrir ofan. Trae Young finished the 3rd quarter with 18 points for the @ATLHawks!Q4 LIVE on TNT pic.twitter.com/HmCjkCjuxe— NBA (@NBA) February 4, 2022 Trae Young var stórkostlegur þegar Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns með 124-115 sigri. Young skoraði 43 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga körfur. Kevin Huerter var með aðra fimm þrista og skoraði 19 stig en Atlanta liðið hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum. Eina tapið kom í leiknum þar sem Trae Young gat ekki spilað vegna axlarmeiðsla. „Við verðum að nýta þennan meðbyr. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Phoenix liðsins síðan 8. janúar. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 32 stig, Mikal Bridges skoraði 24 stig og Chris Paul var með 18 stig. Klay Thompson gets the steal and hurries to the 3 point line for his 7th three-pointer of the night!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/6haQluIcqj— NBA (@NBA) February 4, 2022 Klay Thompson skoraði 23 stig og Stephen Curry var með 20 stig þegar Golden State Warriors vann 126-114 heimasigur á Sacramento Kings. Þeir Skvettubræður gáfu líka báðir sjö stoðsendingar. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State í röð og liðið er nú með lengstu lifandi sigurgöngu deildarinnar eftir fyrrnefnt tap Phoenix liðsins. Reggie Jackson drives and spins FOR THE @LAClippers WIN! pic.twitter.com/kV571oazr8— NBA (@NBA) February 4, 2022 Reggie Jackson tryggði Los Angeles Clippers 111-110 sigur á Los Angeles Lakers í uppgjörinu um Englaborgina en sigurkarfa hans kom 4,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Anthony Davis hafði komið Lakers yfir 12,5 sekúndum fyrir leikslok. Lakers-liðið vann upp tólf stiga forskot Clippers í fjórða leikhlutanum en varð að sætta sig við fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. LeBron James hefur misst af öllum þessum leikjum vegna meiðsla. Marcus Morris Sr. var stigahæstur hjá Cluppers með 29 stig en hann hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Jackson var með 25 stig og Serge Ibaka skoraði 20 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 30 stig og 17 fráköst og Malik Monk skoraði 21 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Gary Trent Jr. knocks down the CLUTCH three-pointer to put the @Raptors up 5 late in OT!15 seconds remaining: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/xLQHHTZF5w— NBA (@NBA) February 4, 2022 Pascal Siakam var með 25 stig og 13 fráköst þegar Toronto Raptors vann 127-120 sigur á Chicago Bulls í framlengingu en þetta varð fjórði sigur Toronto í röð. Scottie Barnes, Fred VanVleet og OG Anunoby voru allir með 21 stig. Gary Trent Jr. skoraði reyndar bara 16 stig eftir fimm þrjátíu stiga leiki í röð en setti niður mikilvægan þrist á lokakaflanum. DeMar DeRozan var stigahæstur á móti sínu gamla liði en hann skoraði 28 stig fyrir Bulls. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 111-110 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 124-115 Golden State Warriors - Sacramento Kings 126-114 Toronto Raptors - Chicago Bulls 127-120 (framlengt) San Antonio Spurs - Miami Heat 95-112 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 117-128 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
This Anthony Edwards up-and-under layup is TOUGHHe has 20 PTS for the @Timberwolves on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/oRSLESmi5P— NBA (@NBA) February 4, 2022 Anthony Edwards skoraði 25 stig og Karl-Anthony Towns var með 21 stig og 14 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 128-117 útisigur á Detroit Pistons. Taurean Prince bætti við 23 stigum í þessum þriðja sigri Úlfanna í röð og þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Saddiq Bey var með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Detriot. Anthony Edwards told reporters to hold off on questions until he could finish ordering McDonald s pic.twitter.com/xaNBfqopjl— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2022 Edwards er á góðri leið með að verða einn allra skemmtilegasti leikmaður deildarinnar og ekki skemmir fyrir að honum líður vel með athyglina á sér og talar oftast í fyrirsögnum. Að þessu sinni mætti hann á blaðamannafundinn eftir leikinn og bað um smá frið frá spurningum á meðan hann væri að ganga frá pöntun á McDonald's eins og sjá má hér fyrir ofan. Trae Young finished the 3rd quarter with 18 points for the @ATLHawks!Q4 LIVE on TNT pic.twitter.com/HmCjkCjuxe— NBA (@NBA) February 4, 2022 Trae Young var stórkostlegur þegar Atlanta Hawks endaði ellefu leikja sigurgöngu Phoenix Suns með 124-115 sigri. Young skoraði 43 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga körfur. Kevin Huerter var með aðra fimm þrista og skoraði 19 stig en Atlanta liðið hefur nú unnið átta af síðustu níu leikjum. Eina tapið kom í leiknum þar sem Trae Young gat ekki spilað vegna axlarmeiðsla. „Við verðum að nýta þennan meðbyr. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ sagði Trae Young eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Phoenix liðsins síðan 8. janúar. Devin Booker var stigahæstur hjá Phoenix með 32 stig, Mikal Bridges skoraði 24 stig og Chris Paul var með 18 stig. Klay Thompson gets the steal and hurries to the 3 point line for his 7th three-pointer of the night!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/6haQluIcqj— NBA (@NBA) February 4, 2022 Klay Thompson skoraði 23 stig og Stephen Curry var með 20 stig þegar Golden State Warriors vann 126-114 heimasigur á Sacramento Kings. Þeir Skvettubræður gáfu líka báðir sjö stoðsendingar. Þetta var áttundi sigurleikur Golden State í röð og liðið er nú með lengstu lifandi sigurgöngu deildarinnar eftir fyrrnefnt tap Phoenix liðsins. Reggie Jackson drives and spins FOR THE @LAClippers WIN! pic.twitter.com/kV571oazr8— NBA (@NBA) February 4, 2022 Reggie Jackson tryggði Los Angeles Clippers 111-110 sigur á Los Angeles Lakers í uppgjörinu um Englaborgina en sigurkarfa hans kom 4,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Anthony Davis hafði komið Lakers yfir 12,5 sekúndum fyrir leikslok. Lakers-liðið vann upp tólf stiga forskot Clippers í fjórða leikhlutanum en varð að sætta sig við fjórða tapið í síðustu fimm leikjum. LeBron James hefur misst af öllum þessum leikjum vegna meiðsla. Marcus Morris Sr. var stigahæstur hjá Cluppers með 29 stig en hann hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Reggie Jackson var með 25 stig og Serge Ibaka skoraði 20 stig. Hjá Lakers var Anthony Davis með 30 stig og 17 fráköst og Malik Monk skoraði 21 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Gary Trent Jr. knocks down the CLUTCH three-pointer to put the @Raptors up 5 late in OT!15 seconds remaining: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/xLQHHTZF5w— NBA (@NBA) February 4, 2022 Pascal Siakam var með 25 stig og 13 fráköst þegar Toronto Raptors vann 127-120 sigur á Chicago Bulls í framlengingu en þetta varð fjórði sigur Toronto í röð. Scottie Barnes, Fred VanVleet og OG Anunoby voru allir með 21 stig. Gary Trent Jr. skoraði reyndar bara 16 stig eftir fimm þrjátíu stiga leiki í röð en setti niður mikilvægan þrist á lokakaflanum. DeMar DeRozan var stigahæstur á móti sínu gamla liði en hann skoraði 28 stig fyrir Bulls. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 111-110 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 124-115 Golden State Warriors - Sacramento Kings 126-114 Toronto Raptors - Chicago Bulls 127-120 (framlengt) San Antonio Spurs - Miami Heat 95-112 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 117-128 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 111-110 Atlanta Hawks - Phoenix Suns 124-115 Golden State Warriors - Sacramento Kings 126-114 Toronto Raptors - Chicago Bulls 127-120 (framlengt) San Antonio Spurs - Miami Heat 95-112 Detroit Pistons - Minnesota Timberwolves 117-128
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli