Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers á síðustu leiktíð. Getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga. NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga.
NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli