Hverfakórar í Reykjavík – aukum aðgengi barna að tónlistarnámi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Kórar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun