Kaupmáttur eða fleiri krónur? Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:30 Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér talsvert gleðiefni þegar fjárlög vegna 2022 voru birt síðastliðið haust, að nú skyldi örorkulífeyrir leiðréttur sérstaklega vegna meiri verðbólgu á liðnu ári, en gert var ráð fyrir. Það urðu því ákveðin vonbrigði þegar við reiknuðum út að þegar verðbólga ársins 2021 var dregin frá, náði raunhækkunin vart einu prósentustigi. Undanfarin misseri höfum við lagt ríka áherslu á að stjórnvöld setji tímasetta áætlun um að leiðrétta þann mikla mun sem orðin er á örorkulífeyri og lægstu launum í landinu. Upphæðir örorkulífeyris eru ákvarðaðar í fjárlögum, og árum saman hefur ríkið beitt skapandi lögskýringum á þeirri grein laga um almannatryggingar sem skilgreina hvernig þær hækkanir eru tilkomnar. Afleiðingin er sú að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Þá erum við ekki að rökræða hvort fatlað fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði, eigi að lifa á lægstu launum eða enn lægri fjárhæðum, allt sitt líf. Vissulega er hægt að finna nokkra einstaklinga sem fá hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga og stjórnmálamönnum er tamt að horfa til, þegar þessar upphæðir eru til umræðu. Til þess að falla í þann flokk, þarf viðkomandi að hafa fengið örorkumat fyrir 24 ára aldur, búa einn, og eiga fleiri en eitt barn undir 18 ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru þeir sem fá greiddan örorkulífeyri, og falla undir þær skilgreiningar að fá mat undir 24 ára, og búa einir, færri en 10. Fingur beggja handa duga því til að hafa tölu á þeim. Allir hinir, hafa þurft að sætta sig við að framfærsla þeirra hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur örorkulífeyris hækkað um 21%, á meðan kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks með lágmarkslaun, hefur hækkað um 35% á sama tíma. Svo öllu sé haldið til haga erum við hér að bera saman lágmarkslaun við örorkulífeyri þess sem fékk mat 40 ára og býr með öðrum. Sem er staða um 70% þeirra sem hafa framfæri sitt af örorkulífeyri. Þessi gliðnun sem þrátt fyrir góðan vilja Alþingis síðasta haust, tókst ekki að stöðva, sýnir okkur svo ekki verði um villst, hve brýnt það er að ráðast í heildar endurskoðun almannatryggingakerfisins. Kerfis sem hefur verið plástrað svo oft og mikið, að enginn veit lengur hvar sárin liggja. Kerfi sem er orðið svo flókið að örlítil breyting á tekjum viðkomandi til hækkunar, getur í raun lækkað ráðstöfunartekjur þegar upp er staðið. Kaupmáttur, þó hækkað hafi, fær þessu seint breytt. Fjármálaráðherra sagði í umræðum á Alþingi nýlega, að nú ætti að setja kraft í þessa endurskoðun. Við fögnum því heilshugar, og getum ekki annað en borið þá von í brjósti að þeirri vinnu ljúki fljótt. Við óbreytt ástand verður ekki lifað því kaupmátturinn einn og sér greiðir ekki fyrir mat, það er aðeins hægt með krónum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar