Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 23:41 Meðlimir VHS eru hæstánægðir með að mega sýna fyrir fullum sal á ný. Stöð 2 Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira