Handbolti

Gummersbach úr leik í þýska bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach eru úr leik í þýsku bikarkeppninni í handbolta.
Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummersbach eru úr leik í þýsku bikarkeppninni í handbolta. mynd/@vflgummersbach

Íslendingalið Gummersbach er úr leik í þýsku bikarkeppninni í handbolta eftir tveggja marka tap gegn Erlangen í kvöld, 29-27.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og staðan var 8-8 þegar tæpar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tóku lærisveinar Guðjóns Vals við sér og náðu fjögurra marka forystu í stöðunni 13-9. Þeir héldu því forskoti út hálfleikinn, en staðan var 16-12 þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir í Erlangen voru þó ekki lengi að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik og komust yfir í stöðunni 18-17. Erlangen náði mest fjögurra marka forystu og vann að lokum tveggja marka sigur 29-27.

Erlangen er þar með komið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar, en Gummersbach situr eftir með sárt ennið. Elliði Snær Viðarsson lék í liði Gummersbach og skoraði tvö mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×