Hverjir eru þingmenn Sósíalista? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun