Jokic skoraði 27 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar fyrir Denver. Serbinn hitti úr tólf af fimmtán skotum sínum í leiknum.
Kyrie Irving skoraði 27 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn en það dugði skammt. Liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar eftir átta töp í röð.
Meistarar Milwaukee Bucks unnu þriðja leikinn í röð þegar þeir lögðu Los Angeles Clippers að velli, 113-137.
Allir í byrjunarliði Milwaukee skoruðu sautján stig eða meira í leiknum. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur með 28 stig. Jrue Holiday skoraði 27 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Nick Powell skoraði 28 stig í fyrsta leik sínum fyrir Clippers.
Gott gengi Boston Celtics hélt áfram er liðið vann Orlando Magic, 83-116. Þetta var fimmti sigur Boston í röð en þetta er lengsta sigurganga liðsins á tímabilinu.
Jaylen Brown skoraði 26 stig fyrir Boston og Dennis Schröder 22. Boston er í 8. sæti Austurdeildarinnar.
Úrslitin í nótt
- Denver 124-104 Brooklyn
- LA Clippers 113-137 Milwaukee
- Orlando 83-116 Boston
- Chicago 108-119 Philadelphia
- Minnesota 118-105 Detroit
- Cleveland 98-85 Indiana
- Dallas 103-94 Atlanta
- Houston 107-120 New Orleans

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.